Húnavaka - 01.05.1967, Page 40
38
HÚNAVAKA
að heim til að kveðja unga og fallega heimasætu, sem oft hafði heim-
sótt Hvanneyrarsveina um veturinn. Við hinir biðum hans á með-
an og fylgdum lionum í huganum á hans heilögii krossferð að Báru-
stöðum. Þegar hann kom til baka, sýndist okkur sem hann brygði
vasaklút að augum nokkrum sinnum. „Það syrtir að, er sumir
kveðja,“ segir skáldið, og eitthvað var þessi skólabróðir okkar minnt-
ur á votan vasaklút á leiðinni. Hitt efast ég ekki um að blessuð
Bárustaða-blómarósin hefur beðið vel fyrir honum á heimleiðinni
og við hinir þá notið góðs af bænum liennar, beint eða óbeint.
Fyrsta daginn fórum við að Deildartungu, þar sem bændahöfð-
inginn Jón Hannesson bjó og við þekktum nokkuð, því að hann
hafði verið prófdómari á Hvanneyri. Þar fengum við líka hinar
ágætustu viðtökur og gistingu fyrstu nótt þess langa ferðalags. Við
héldum tímanlega af stað morguninn eftir og stefndum til Norður-
árdals. Er við komum á eystri brún hans og litum inn eftir sveit-
inni, fórum við að svipast um eftir álitlegum bæ til að heimsækja
og fá þar hressingu. Við voruin nú einu sinni hálfbakaðir búfræð-
ingar lrá Hvanneyri og vildum ekki né þurftum að lúta því lægsta.
Augu okkar staðnæmdust helzt við kirkjustaðinn Hvamm, en þar
vissum við að bændahöldurinn, Sverrir Gíslason bjó. Þangað stefnd-
um við svo allshugar glaðir. Gangfæri var gott, því að ekki gætti
leysingar eða aurbleytu J^egar ofar dró í héraðið. Þegar að Hvammi
kom, varð ég fyrstur upp tröppurnar og kvaddi dyra. Að vörmu
spori opnuðust dyrnar og út í þær kom Ijómandi lagleg stúlka. Ég
rétti auðvitað fram hægri hendina til kveðjti og hefði gjarnan viljað
rétta fram báðar og faðma hana að mér. En hér var sýnd veiði, en
ekki gefin. Blessttð stúlkan hopaði á hæli og setti báðar sínar hend-
ur aftur fyrir bak. Ég lét þá mína síga og starði forviða á hana, en
stúlkan sagði, að sér hefði verið harðbannað að bjóða nokkrum gesti
í bæinn eða taka í hönd nokkurs, vegna inflúensu faraldurs, sem
herjaði neðar í dalnum, en hér vildi fólkið verjast fyrir pest þessari,
ef tök væru á. Þetta skildum við auðvitað mæta vel og báðumst af-
sökunar á ónæðinu, þótt leiðinlegt væri að mega ekki snerta þessa
elskulegu stúlku, — verða aðeins að kasta á hana kveðju að skilnaði.
Við stefndum svo fram dalinn og fyrir okkur varð fremur lágreist-
ur bær, sem lét lítið yfir sér. Þetta var Krókur, austan Norðurár. Þar
komum við og var ágætlega tekið. Enginn minntist á flensu eða
samgöngubann.