Húnavaka - 01.05.1967, Síða 41
HÚNAVAKA
39
Næsti áfangi okkar var að Sveinatungu, en {iar var dálítið í upp-
sigiingu, sera vakti forvitni margra og þá ekki sízt verðandi búnað-
arfrömuða, eins og okkar. En þessi nýlunda var gráðaostagerð, sem
hafin var þarna sumarið áður með 300 ám í kvíum og öllu tilheyr-
andi. Frumkvöðull og forstjóri þessa mikla fyrirtækis var fón Guð-
mundsson. Hann hafði lært ostagerð í Frakklandi og unnið þar
nokkuð langan tíma, en ostagerillinn, sem þar var notaður, var hálf-
gert „hernaðarleyndarmál ‘ og ekki falur fyrir nokkra peninga.
Þetta vissi Jón og hitt líka, að hér uppi á íslandi mundi vera hægt
að hafa gott af gerli þessum og ekki heldur vanþörf á, að auka fjöl-
breytni í landbúnaði miirlandans. Því var sagt, að Jón hefði farið
heimullega úr landi með gerilinn og nú „grasseraði“ hann í Sveina-
tungu og spáði gróandi þjóðlífi og miklum útflutningi á gráðaosti
í framtíðinni. Jón tók okkur félögum liið bezta, sýndi okkur vélar
og tæki og bauð okkur að bragða á framleiðslu sinni. Okkur leizt
vel á ostana og einkum umbúðirnar. Bragðið kunnum við víst ekki
fyllilega að meta, en nú finnst mér gráðaostur reglulega ljúffeng
fæða og minnist jafnan ostanna í Sveinatungu, þegar ég sé ostbita.
Því miður varð stutt saga þessa fyrirtækis, — en það er annað mál.
Þessu næst héldum við að Fornahvammi, þótti okkur bæjarleið sú
heldur í lengra lagi, enda gerðumst við nú hálf þreyttir, nýkomnir
af skólabekk og ekki úthaldsgóðir til að byrja með. En þrótturinn
óx við æfinguna og undir lok ferðarinnar vorum við orðnir hinir
mestu göngugarpar. I Fornahvammi gistum við um nóttina, enda
dagur kominn að kvöldí, þegar þangað kom. Þarna var okkur sagt
fullum hálsi, að samgöngubann væri á heiðinni vegna flensunnar,
er geisaði niður í Borgarfirði. Nú voru góð ráð dýr og þótti okkur
illt í efni. Við ákváðum þó að síma til héraðslæknisins á Hvamms-
tanga og spyrjast fyrir um þetta allt, því að vitanlega þóttumst við
fríir af pestinni og því hættulausir. Ekki náðum við í lækmnn um
kvöldið, því að búið var að loka símanum, þegar við komum að
F'ornahvammi. Morguninn eftir reyndum við að ná í doktorinn, en
það tókst ekki strax. Við nenntum þá ekki að bíða, en ákváðum að
leggja á Holtavörðuheiði í leyfisleysi. Einhverjum okkar datt í hug,
að varhugavert væri að fara alveg nestislaus, svo að ég var sendur á
fund húsfreyjunnar til að biðja hana að taka til nesti og selja okkur.
Hún varð hálf afundin og sagðist enga möguleika hafa á að búa
okkur út með nesti, enda þyrftum við þess ekki með, því að stúlka