Húnavaka - 01.05.1967, Side 42
40
HÚNAVAKA
hefði farið yfir heiðina í gær og ekki verið nema fjóra klukkutíma
milli bæja. Röskir strákar létu varla þá skömm um sig spyrjast, að
þeir væru lengur á leiðinni en hún. Eg varð sneypulegur, bað afsök-
unar og fór aftur á fund félaga minna, sagði þeim svör húsfreyju og
að ekki væri um annað að gera en halda af stað með léttan mal.
Ekki reyndist okkur lieiðin jafn auðhlaupin og húsfreyjan í
Fornahvammi vildi álíta. Það tók okkur fulla 6 klukkutíma að stika
hana yfir til Grænumýrartungu, sem er efsti bærinn, Hrútafjarðar-
megin. Heiðin var öll undir einni klakajailju og gangfæri því ákjós-
anlegt. A háheiðinni mættum við fjórum mönnum ríðandi. Voru
það Jrrír nemendur og einn kennari frá gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri, en skólasveinarnir voru að fara til Reykjavíkur til að Jjreyta
Jjar stúdentspróf. Akureyrarskólinn hafði þá ekki rétt til að útskrifa
stúdenta og hélzt svo enn um sinn, Jjví að sterk andstaða var gegn
málinu á Alþingi, Jrótt okkur þyki það all furðulegt nú í dag. Eitt-
hvað töluðum við við mennina þarna á heiðinni, en fljótlega héldu
þó hvorir sína leið. Eftir stutta stund komum við að sæluhúsinu á
lieiðinni og hvíldum okkur þar. Það var nokkuð í stíl við gamlar
baðstofur, hesthús var undir palli, en á lofti svefnpláss og einhver
aðstaða til matseldar. Fjalirnar í súðinni voru allar krotaðar manna-
nöfnum og þurftum við félagar lengi að leita áður en við fundum
auðan blett undir okkar nöfn. Nú eru öll þessi nöfn máð og glötuð,
búið að rífa þetta gamla hús og reisa nýtt í þess stað. En vissulega
er eftirsjá að þeirri sundurleitu sögu, sem þarna var skráð. Margar
lieimildir geymdu þær fjalir og nöfn, sem nú eru gleymd. Þetta var
fvrsta gestabókin, sem ég sá — og sú frumlegasta. Næsti áfangi okk-
ar var nokkuð langur og strangur, enda tókum við nú að lýjast og
svengjast. Þó náðum við að Grænumýrartungu og vorunr þá all-
hressir. Þar fengum við hinar beztu viðtökur og veitingar. Ekki
gátum við þó alveg gleymt því, að við vorum í banni eða að minnsta
kosti í leyfisleysi á ferð. Við hringdum því til séra Gísla á Stað og
ræddum við hann um málið. Honum leizt ekki sem bezt á aðstöðu
okkar, en sagði að við skyldum koma við hjá sér, en á meðan við
værum á leiðinni þangað, lofaði hann að ræða málið við Halldór
Júlíusson sýslumann á Borðeyri og segja okkur svo álit hans og
ákvarðanir. Þetta féllumst við á og töltum svo enn af stað. Þegar
við komum út að Stað og hittum séra Gísla, sagði hann okkur að
sýslumaður hefði litið þetta mál hinum alvarlegustu augum og