Húnavaka - 01.05.1967, Síða 43
HÚNAVAKA
41
sagt, að við mættum við engu góðu búast. Hann hefði þó sagzt ætla
að tala við héraðslækninn á Hvammstanga og leita hans álits og um-
sagnar. Eftir að við höfðum þegið góðar veitingar á Stað, héldum
við sem leið liggur út með Hrútafirði að Gilsstöðum. Þar hlutu
leiðir að skiljast. Norðlendingarnir héldu áfram þjóðleiðina austur
yfir Hrútafjarðarháls, en við, aumingja Vestfirðingarnir, hlutum
að stefna beint í gin ljónsins, sýslumannsins á Borðeyri. Hrútafjörð-
ur var þarna á góðum og traustum ís og tók því ekki langan tíma að
fara yfir um. Sýslumaður var hinn strangasti. Hann hafði þó útveg-
að okkur gistingu og var það í svokölluðum Tómasarbæ, en liúsráð-
endur þar hýstu stundum ferðafólk, ef þess þurfti með. Hann sagði
okkur svo að hitta sig morguninn eftir, og mundi hann þá verða
búinn að ráða ráðum sínum við lækninn á Hvammstanga og geta
sagt okkur hvað okkar biði.
Ekkert vorum við félagarnir hrifnir af þessum afskiptum öllum.
Einn okkar, Pétur Hansson frá Hrófbergi í Staðardal í Strandasýslu
kveið sárt fyrir því að þurfa að dúsa þarna í banni eða sóttkví svo
og svo lengi, ekki sízt vegna þess að buddan mun bafa verið léít
eftir námsdvölina á Hvanneyri. Leið nú nóttin við misjafnar svefn-
farir. Um morguninn varð það að ráði, að ég skyldi fara einn á fund
sýslumanns og urðu hinir fegnir að losna undan þeirri kvöð. Eg
gerði svo boð fyrir sýslumann og reyndi að vera eins mannalegur og
mér var unnt. Þegar yfirvaldið birtist, sagði það mér að hann liefði
haft samband við héraðslækninn á Hvammstanga og hefði þeim tal-
azt svo til, að bezt mundi að sleppa hendi af okkur úr því, sem komið
væri, en bætti því við, að við mættum búast við því, að okkur yrði
alls staðar illa tekið og úthýst. Ég varð himinlifandi við þessi mála-
lok og sagði sýslumanni, að ég væri ekki vitund hræddur um að
spá hans rættist, þvert á móti mundi okkur hvarvetna verða tekið
sem höfðingjum. Þar með skildum við. Ég vil bæta því hér við, að
þarna hef ég komizt næst því á lífsleiðinni að lenda í klóm lögreglu
eða réttvísinnar.
Við héldum frá Borðeyri eftir að hafa þegið góðan beina í Tóm-
asarbæ og stefndum nú út með Hrútafirði að vestan. Fyrst komum
við að Bæ. Þar bjó Guðmundur jarðfræðingur Bárðarson og tafðist
okkur lengi við góðar veitingar og skemmtilegar viðræður við hann.
Þótti okkur sá tími á við góða kennslustund, því að Guðmundur var
víða heima og hafði áhuga á ýmsum fræðigreinum. Frá Bæ héldum