Húnavaka - 01.05.1967, Síða 48
HÚNAVAKA
4(5
voru þar í för tveir blaðamenn. Flestar fregnir og fréttir af þessum
atburðum voru séðar og heyrðar af áhorfendum, og má þó ætla að
missagnir og ýmsar villur kunni að hafa slæðst með. Vegna þess að
ég var þátttakandi í báðum þessum ferðum, og auk þess talsvert við-
riðinn þessi mál öll, hefur mig fýst að festa á blað frásögn af göng-
unum í heild, rneðan atburðirnir væru í fersku rninni.
í daglegu tali er Eyvindarstaðaheiði talin ná milli Blöndu og
Vestari-Jökulsár. Leitarflokkarnir, sem smala hana í fyrstu göngum
eru fjórir, í þessari röð talið austan frá: Austflokkur, Miðflokkur,
Vestflokkur og Vesturheiðarmenn. Þrír austustu flokkarnir eru ein-
göngu skipaðir Skagfirðingum, en Vesturheiðarflokkinn skipa venju-
lega Húnvetningar héðan úr Bólstaðarhlíðarhreppnum, og Skag-
firðingar að hálfu. Þessi gangnaflokkur er stærstur, enda megnið
af gróðurlendi Eyvindarstaðaheiðar innan þeirra leitartakmarka.
Gangnafrásögn sú, sem hér fer á eftir, er að mestu bundin við Vest-
urheiðarmenn.
Árferði 1963 verður að teljast slæmt á norðlenzkan mælikvarða,
vorið kalt, með hretum á sauðburði, og þrálátur kuldi sunrarið út,
þótt út yfir tæki, er kom fram í september. Undanreiðarmenn á
Vesturlieiði, sem allir eru luinvetnskir, fara venjulega úr byggð
laugardaginn í 22. viku sumars. Tala undanreiðarmanna liefur ver-
ið mjög breytileg, frá tveimur og upp í fimm. Á árunum fyrst eftir
fjárskiptin var mjög lítið um fé á undanleitarsvæðinu, var þá látið
duga að leitarmenn væru tveir. Leituðu þeir oftast í tvo daga með
Hofsjökli vestanverðum og í Blönduupptök. Var það mjög slæm
notkun á hestum, því leitarsvæðið er mestmegnis eyðisandur og
grýttir jökulaurar, með talsverðum gróðurvinjum á milli, í daglegu
tali kölluð Hraun, þó að ekki sé um eldfjallahraun að ræða. Nú á
seinni árum hefur fé fjölgað á þessunr slóðum, var þá ekki talið
annað fært en að fjölga leitarmönnum.
Fóru því fimm menn í undanreið haustið 1963. Þeir voru: Þórir
Sigvaldason, Stafni, Sigurður Sigurðsson, Leifsstöðum, Jósef Sigfús-
son, Torfustöðum, undanreiðarforingi um árabil, Sigurjón Olafs-
son, Brandsstöðum og undirritaður, sem þá fór í fyrsta skipti í und-
anreið. Við Þcrir lögðum upp frá Fossum, innsta bæ í Svartárdal,
laugardaginn 21. sept. Héldum við beina leið að Galtará og hitt-
um þar félaga okkar þrjá, höfðu þeir farið fram hálsa, sem er mun
beinni leið. Þennan dag var suðvestan garri með Ijúkhreytingi og