Húnavaka - 01.05.1967, Page 49
H Ú N A V A K A
47
fari á skýjum. Eftir góða hressingu var lialdið í náttstað, sem er
skáli norðanvert við Ströngukvísl. Allir vorum við með þrjá hesta
hver, því að iiey og nesti til a. m. k. tveggja daga þurfa undanreið-
armenn að hafa. Annars hefur allur farangur aðalgangnamanna ver-
ið fluttur á véltækjum, síðan vegur var ruddur að Ströngukvísl sum-
arið 1958. Þangað er um 45 km. vegalengd frá Fossum. Gerðist fátt
sögulegt á okkar leið, en að skálanum komum við í rökkri. Voru
þar fyrir þrír smiðir: Guðmundur í Finnstungu, Grétar sonur Itans
og Sigurbjörn bróðir minn. Voru þeir þarna við margvíslegar inn-
réttingar og frágang á skálanum, en Iiann var reistur haustið 1959.
Leizt okkur vel á smíðar þeirra og allar móttökur, báðum þá að
leggja frá sér harnra og sagir og hefja gleðskap með okkur. Áttum
við þar góða nótt, en þær urðu þarna margar þetta haustið, og ekki
allar jafn næðissamar. Snemma var risið á sunnudagsmorgun, dag-
leið okkar fram undan var næsta löng, þótt ekkert óvænt kæmi fyrir.
Kvöddum við smiðina með dáleikum, og síðan hélt hver í sína átt.
Leið okkar liggur upp með Ströngukvísl sunnanverðri og stefnan
tekin suðaustur hraunflákann á Álftabrekkuhorn. Hraunin sunnan
Ströngukvíslar suður að Svörtukvísl kallast einu nafni Guðlaugs-
tungnahraun, endalaus mela- og grjóthæða-víðátta, gróðursnauð að
rnestu, nema kræklóttar víðitágar þræða meðfram steinum, jarðlæg-
ar, en harðgerar. Þó mun þarna alls ekki auðnarlegt um að litast
um hásLimarið, harðgerustu fjallajurtir skarta sínum fegurstu blóm-
um, en svipur haustsins er oftast kominn á umhverfið, þegar líður
á september. Eftir um það bil þriggja stunda harða reið komum við
að Herjólfslæknum. Hann er bergvatn, talsvert vatnsmikill. Á hann
upptök sín víðs vegar norðan undir Álftabrekkuhornum. Þar um
allstórt svæði er graslendi, bezta sauðland, blautir brokkílar og vall-
lendi á lækjarbökkum. Er þarna oft fengsamt nreð fé í fyrstu leit-
um. Gróðurteygingar eru með öllum Herjólfslæk, en hann fellur
óraleið norðvestur yfir Hraunin, áður en komið er í efstu grös Guð-
laugstungna. Næsti áfangi okkar var í Svörtukvíslarupptökum, sunn-
an Álftabrekkuhorna. Var þar kuldalegt um að litast, snjór í gilj-
um, átum við mat okkar utan í snjóskafli, en hestarnir rásuðu um
og varð því viðstaðan stutt. Veður var nú að versna, orðið hvasst
suðvestan, og gekk á með dimmum éljum. Jósef leitarforingi skipti
nú liðinu til leitar, sjálfur ætlaði hann á Suðurhraunin og bað Þóri
að koma með sér, hugðust þeir leita allt suður að varnargirðingu.