Húnavaka - 01.05.1967, Side 50
48
H Ú N A V A K A
Girðing þessi liggur rétt norðan Hveravalla, en teygist siðan til suð-
suðaustur og endar í Blágnípu. Næst jöklinum liggur hún norð-
ast yfir Blágnípuverin, en það er alllangt sunnan syðstu Blöndu-
kvísla. Á meðan fé gekk í frjálsræði saman, að sunnan og norðan,
var þetta svæði á tímabili leitað sameiginlega af Húnvetningum og
Tungnamönnum. Var þá fé dregið sundur í Svörtutungnarétt. Þetta
leitarsvæði okkar Húnvetninga, er hefur lengst svo án okkar at-
beina, er liálfgert vandræðamál eins og tilhögun er nú. Vegalengd-
in frá Ströngukvísl fram að girðingu og norður með Blöndu til baka,
er gífurleg, ekki innan við 80—90 km. á korti. Það eina, sem hefur
bjargað, er Jrað að fé liefur ekki fundizt nú um allmörg ár sunnar
en við Eyfirðingakvísl, en vera má að ])ess sé skammt að bíða, og
er þá víst að taka verður upp aðra tilhögun en nú er.
Þeir Jósef og Þórir hurfu nú í hríðarsortann. Við hinir áttum
að leita norður með jökli, nafni minn á Brandsstöðum var vestast-
ur, leitaði um Herjólfslækjarupptökin og síðan út Neðra-Þverkvísl-
ardrag og beið okkar Jrar. Við Siggi á Leifsstöðum riðum saman
norður að Efri-Þverkvísl. Var kornin þar í gilið svo skuggaleg snjó-
hengja að við urðum frá að hverfa, og komumst ekki yfir fyrr en
niður á eyrum. Skildum við nú, átti ég að fara út Efra-dragið, en
Siggi í Tjarnardragið og norður í kring um Sátu. Hafði ég skammt
farið, er ég heyrði einhver köll, lít til baka og sé mann með tvær
svartar kindur. Þarna var Siggi kominn með gamalkunna Hraunaá,
Tungusvört Þóris í Stafni. Ut af þessari á er nú mikill ættbálkur,
og bregst varla að allt gengur það við jökul. Ég tók nú við Surtlu
og segir ekki af minni ferð fyrr en út í sporði við Ströngukvísl. Þar
beið ég alllengi eftir Sigga, en hann kom að lokum með sjö kindur.
Gekk okkur illa að konra þeim niður fyrir kvíslina, en hún var upp-
bólgin af gnmnstingli og krapi eftir langvinn frost. I Neðra-Þver-
kvíslardragi hittum við nafna minn. Hann hafði fundið aðrar sjö,
svo að nú voru kindurnar orðnar sextán. Hófst nú langur og þreyt-
andi rekstur niður Hraunin sunnan Ströngukvíslar. Veður fór birt-
andi er leið á daginn, en aldimmt var orðið um kvöldið, er við kom-
um niður á Ströngukvíslarskála. Þar var orðið mannmargt, allir
gangnamenn komnir og félagarnir af Suðurhraununum líka. Höfðu
þeir ekkert fundið, en hreppt versta veður. Kindurnar settunr við
í girðingarliólf, en hesturn var gefið úti og síðan hýstir. Einhver
gleðskapur var um kvöldið, en margir skriðu snemma ofan í poka