Húnavaka - 01.05.1967, Side 52
50
HÚNAVAKA
hér tvær heimasætur, önnur húnvetnsk, liin skagfirzk. Þær eru báð-
ar búnar að vera áður í göngunr og eru í engu eftirbátar karlmann-
anna. Gangnamenn ríða gjarnan í smáhópum, hér hittast kunn-
ingjarnir og blanda geði saman, sumir hittast sjaldan nerna í göng-
um, en hafa bundizt þar haldgóðum vináttuböndum.
Við Herjólfslækinn sendir gangnastjórinn, Siggi bróðir minn, frá
sér fyrstu mennina til leitar. Eru það Jakob á Steiná og Þórir í
Stafni. Þeir eiga að leita í Herjólfslækjarupptök og fara í áreið norð-
ur með jökli, yfir undanleitarsvæðið frá deginum áður. Þetta var
alltaf gert áður fyrr, en um allmörg ár hafði þetta fallið niður vegna
mannfæðar. I þessu er mjög mikið öryggi fólgið, beri eitthvað útaf
með veður á undanleitardaginn. Reyndin varð líka sú að þeir félagar
fnndu þrjár kindur, mórauða á tvílembda, sem Þórir átti. Komu
þeir með þær niður nokkru eftir að við komum úr göngum. Þarna
\ ið Herjólfslækinn sáunr við fyrstu kindurnar. Var það Kola gamla
frá Víðimel, en hún er þarna á hverju hausti. Var austasti maður-
inn í Tungunum sendur eftir lrenni niður með læk. Nú var riðið
greitt suður melana, á Skiptabakka við Svörtukvísl. Menn grípa sér
bita, en síðan fer gangnastjórinn að raða niður liði sínu. Þrír eru
sendir fram og vestur sandana, í Svörtutungur og hinum dreift til
leitar norður yfir Guðlaugstungur. Nokkrir þurfa að ganga í flám
þennan dag og var ég einn þeirra. Hestar okkar voru teknir við
Vestastalækjargreni, og reknir út austan við fláarjaðrana norður á
Miðlækjarhól. Dreifingur var af fé, þegar kom norður í flárnar, það
sló sér sitt á hvað að lækjunum undan hóum og hundgá leitarmanna.
Guðlaugstungur er fágætt gróðurlendi, bæði að stærð og gæðum.
Hér áður fyrr var fjárfjöldi þar sumarlangt. Sumt strauk snemma á
vorin, og rúningsleitir voru farnar fram í Svörtutungur. Því miður
hefur féð, sem fengið var úr fjárskiptunum ekki vanizt hingað nógu
nrikið ennþá og geta rnenn sjálfum sér unr kennt. Sem betur fer er
þetta nú að breytast og síðast liðið haust, 1965, var safnið úr Guð-
laugstungum það langstærsta, er nú hefur verið um árabil. Mátti
þar sjá marga væna og lagðprúða kind, svo að þeir, sem skilning og
auga hafa fyrir fallegt fé dáðust að. Sú auðlegð, sem fólgin er í góð-
um heiðalöndum verður seint rnetin til fjár af þeim er sauðfjárbú-
skap stunda.
Við gizkuðum á að haustið 1963 hafi safnið, er saman var komið
norður við Ströngukvíslarvöð verið 5—6 hundruð. Hross voru mjög
\