Húnavaka - 01.05.1967, Síða 53
HÚNAVAKA
51
fá, flest komin til byggða vegna kaldrar veðráttu seinni hluta sum-
ars. Yfirreksturinn gekk vel og var þá gönguin lokið þennan dag.
Nokkrir ráku féð áfram norður yfir Þúfnavatnslæk. Undir kvöldið
fór veður að breytast, þykknaði í lofti og fauk aðeins. Sumir höfðu
orð á slæmum draumum, en þó held ég að engan hafi grunað hvað
í vændum var. Síðari hluta nætur heyrðist allmikill veðurdynur á
þaki, voru menn af og til að gá til veðurs, en töldu lítið sjást fyrir
Iiríð. Væri allt með eðlilegum hætti fór í hönd langur leitardagur.
Atta menn eiga að fara upp í Afangaflá. Þeir sammælast við gangna-
menn Lýtinga, Vestflokkinn, en þeir koma þarna niður til gisting-
ar kvöldið áður, þá komnir langan veg úr náttstað við Hraunlæk.
Vestflokkur á að leita Hraunin norður í Svartárbuga, en við norð-
ur heiðina, allt norður fyrir Galtará og þar er gist seinustu nótt í
óbyggðum.
Þegar dró að birtingu þennan þriðjudagsmorgun ræddu menn
hvað gera skyldi. Leitarveður var augsýnilega b'tið, hvað þá ef veð-
ur versnaði. Hins vegar vissum við ekkert hvað Lýtingum liði, og
varð það úr að níu menn fóru upp eftir til fundar við þá. Var gangna-
stjóri einn þeirra, ætlaði hann síðan að koma niður aftur, en allir
aðrir voru um kyrrt á skálanum. Þegar þeir komu upp í Áfangaflá
voru Lýtingar ferðbúnir og alráðnir í að fara norður í Buga, þótt
sýnt væri að leit á þeirra svæði yrði með öllu gagnslaus þennan dag.
Afstaða þeirra var að mörgu leyti skiljanleg, hús er þarna ekki yfir
nema hluta af hestunum og þeir heylausir með öllu. Þegar þetta var
ljóst afréðu þeir, sem að neðan komu að skipta göngum norður að
Haugakvísl, en Siggi bróðir kom til baka með nokkrar kindur, sem
Vestflokksmenn höfðu komið með af Hraununum daginn áður. Fór
þá veður ört versnandi, komið norðvestan hvassviðri með mikilli
fannkomu og vaxandi frosti, en það hafði verið frenrur lítið um
morguninn. Voru menn nú á einu máli um að smölun væri óhugs-
andi og til ills eins að hreyfa við nokkurri skepnu. Eins og allir
vita verða hættur miklar, þegar snjór fellur á auða og ófrosna jörð,
allir lækir og stokkar fyllast af krapi og verða hverri skepnu ófærir.
Lá þá næst fyrir að ná saman mönnunum, sem austur fóru. Fóru
þeir héðan af skálanum, Siggi bróðir, Jósef og Þórir. Tókst það vel
og hittu þeir alla mennina upp með Haugakvísl, þar sem Lamba-
mannafláarlækurinn fellur í hana. Voru þeir allir komnir heim á
skála kl. hálf fjögur um daginn, mjög hraktir, en þó hressir. Veður-