Húnavaka - 01.05.1967, Page 56
54
HÚNAVAKA
en hún frysi. Einnig gat hún rutt sig, og þá var lénu þarna á eyrun-
um dauðinn vís. Frá Haugakvísl fengum við alllengi léttara færi
norður undir (ialtará. Vegurinn liggur þarna nærri Blöndu eftir
malarkambi, sem er \ íða svo sléttur frá náttúrunnar liendi að ekki
verður þar um bætt. Var nú larið að líta illa út með einn hestinn,
sem mun hafa verið sumarstaðinn og mikið notaður á mánudag. Við
Galtará settum \ ið hann í hlýtt ln'is og breiddum á hann. Hresstist
hesturinn talsvert við þetta og mun mestmegnis liafa verið um of-
þreytu að ræða.
Þegar við komum að Galtará sáum við fjóra menn þar úti. Áttum
við tæpast von á því, þar sem flestar smalanir voru fyrirsjáanlega
ónýtar með öllu. Höfðu þessir mótmenn brotizt fram eftir kvöldið
áður, voru það Steinárfeðgar, Stelán og Sigurjón, Kjartan á Brands-
stöðum og Friðrik í Glæsibæ. Kjartan hafði lagt upp einsamall fram
úr Blöndudalnum. Ottuðust hinir um að hann næði ekki skálan-
um, unglingur og að mestu óktinnugur. Annars hefðu þeir ekkert
farið úr byggð. Þetta fór þó vel, að því leyti að Kjartan var kominn
í skála, er hinir komu. Mátti það teljast vel að verið í þvílíkri hríð,
en trúlega liafa hestarnir ráðið miklu um ferðina.
\?ið töfðum stutt við Galtará, áliðið var orðið dags og enn rúmir
20 km. til byggða. Þegar lagt var af stað vildi það óhapp til að einn
lausi liesturinn tók sig út úr hópnum og fór í flugi til baka sömu
leið og við komum. Eltu hann tveir vel ríðandi menn og sigruðu
liann loksins eftir þrælslegan eltingarleik. Tafði þetta mikið og leið
nú óðum að myrkri. (ierðist mjög óljóst til leiðar, dimmt var til
lofts en veður kyrrt. Auðséð var á öllu snjólagi að fönnin óx til
rnuna er norðar dró og snjórinn órifinn með öllu norðan Galtarár.
Við reyndum að þræða hæstu mela, en allt kom fyrir ekki, snjór-
inn var víða í kvið og þar yfir. Ekki bætti úr skák að annar hestur
var að þroturn kominn. Gjörðist nú förin æði krókótt og seinleg.
Við drógumst nokkrir aftur úr með uppgefna hestinn, var helzt
hægt að teyma liann gangandi, en gekk þó seint.
Áfram þumlungaðist ferðin og að lokum komu allir hér niður á
skriðuna sunnan við bæinn Fossa. Var þá klukkan hálf ellefu um
kvöldið. Vorunt við búin að vera á ferð í ellefu klukkustundir, eða
helmingi lengur en venjulega tekur að fara þessa leið. Flestir gangna-
manna gistu á Fossum urn nóttina, en nokkrir Svartdælingar riðu
heim til sín. Lýtingar höfðu komið niður Háutungur um daginn
X