Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 57
HÚNAVAKA
og gistu jDeir allflestir í Stafni Jjessa nótt. Munu þeir Vestflokks-
menn liafa fensúð sig fullherta af veðrinu norður Hraunin úr
Áfangaflá á jDriðjudag, en þeir náðu samt náttstað í Bugum þann
dag. Á fimmtudagsmorgun héldu svo allir Skagfirðingar af stað
norður yfir Kiðaskarð, voru J^eír megnið af deginum að brjótast Jíá
leið. Þennan dag, sem í öllu venjulegu er ljárréttardagur í Stafns-
rétt, var snjókoma og skafrenningur annað slagið og mik.il þoka í
lofti. Menn fóru nú að reyna að hagræða því lé, sem næst var. Hætt-
ur voru óskaplegar í lækjum og skurðum, og margt lambið ófært
um hreyfingar vegna snjókekkja er neðan í jDeim voru. Fé var \ íða
í stórhópum á smáblettum, þar sem grynnst var, og er snjóa levsti
voru þessir blettir svartir til rótar. Unt liádegi á föstudag mátti
segja að hríðinni væri loks lokið og birt upp til fulls. Næstu daga
voru menn liér í hreppnum að reyna að koma af sér sláturfé til
Blönduóss.
Var nú sem óðast farið að ráðgera nýjan leiðangur til bjargar fénu
á heiðinni. Ekki stóð á mönnum að fara aftur, en Ijc'jst var að meira
þurfti til. Búnaðarsamband Húnvetninga léði okkur góðfúslega
sína stærstu jarðýtu til fararinnar, en fyrst þurfti að ryðja snjó af
vegum hér um sveitir, sem víða voru ólærir. Einnig var Stafnsrétt
full at snjó og ljóst að ekki yrði réttað í Iienni án moksturs. F.kki
var reiknað með að fara með marga hesta, en hugmyndin að í slóð
ýtunnar færi stór trukkur með talstöð og spili. Búast mátti við að
margt fé væri svo illa ti! reika eftir bylinn, að því yrði ekki komið
niður án hjálpar. Leitarmönnum átti jafnvel að keyra á bílum fram
eftir. Síðar var horfið frá Jjessu ráði, og tvær dráttarvélar á beltum
voru sendar með sleða í stað trukksins. Gafst sá útbúnaður mis-
jafnlega, vélarnar drógu illa meðan snjórinn var laus en reyndust
skár er kremja kom í snjó.
Menn voru að vonum áhyggjufullir yfir fénu og varð það úr að
þrír menn með fimm hesta fóru úr byggð snemma á mánudags-
morgun 30. sept. Voru það Jósef á Torfustöðum, Sigurður á Leifs-
stöðum og ég. Var hugmynd okkar sú, að smala austurhluta Ás-
geirstungna, úr Áfangaflá og norður að Haugakvísl á þriðjudag. En
þann dag var aðalleiðangurinn væntanlegur fram eftir. Tækist okk-
ur að smala þetta stykki var hugsanlegt að komizt yrði á miðviku-
dag norður um Galtará. Okkur þremenningunum gekk allvel fram,
færi batnaði er kom fram fyrir Galtará. Hafði rifið mikið síðan nið-