Húnavaka - 01.05.1967, Síða 58
56
HUNAVAKA
ur var farið. Margt fé var á rennsli norður Blönduvatnshóla. Við
kviðum víst allir aðkomunni að Haugakvísl, en hún reyndist betri
en við höfðum þorað að vona. Á slóðinni okkar var aðeins eitt lamb
dautt, en annað fundum við allmiklu ofar. Sáum við glöggt, að féð
myndi ekki hafa lagt á ána fyrr en ísinn var orðinn lieldur, en hestís
var nú kominn á allar kvíslar. Síðan héldum við upp með Hauga-
kvísl, allt upp lijá Hlaupasteini. Settum við allt fé norður yfir kvísl-
ina, sem við hittum á uppleiðinni. Rétt fyrir neðan Hauga rák-
umst við á mink, varð lionum fátt til bjargar, lumdarnir þvældust
fyrir honum, en við Jósef börðum hann til heljar með göngustöf-
um okkar. Nú bar mér að greiða út verðlaun fyrir unnið dýr. Urð-
um við ásáttir með að verðlaunin yrðu bezt notuð þannig, að þau
væru drukkin út í einhverri veig, er niður kæmi. Var það og efnt.
Að Ströngukvíslarskála náðum við í rökkri. Fannst okkur fremur
kuldalegt inn að koma, frost var nú orðið mikið og allt var hálf
liélað innan stokks. Gripum við til þess ráðs að liafa hestana hjá
okkur í skálanum þessa nótt, varð það bæði þeim og okkur nota-
legra. Þarna við skálann var mórauða ærin tvílembda, sem fannst
í Herjólfslækjarupptökunum í fyrri gangnaferðinni. Gerðist hún
Iieimagangur hjá okkur og sótti fast. eltir heyi og öllu matarkyns, ef
hún sá sér færi á.
A þriðjudagsmorgun voruin við snemma á fótum, frost var mik-
ið og útlit fyrir framúrskarandi bjartviðri. Félagar mínir fóru með
sinn hestinn hvor, en ég skildi Jarp gamla eftir, bjóst við að hest
færi væri víða slæmt í flánum, en oano;andi maður gæti alltaf farið
beint. Fóru þeir Jósef og Siggi upp fyrir jaðar í Áfangaflá, en ég
beið á Grjótlækjarhólunum, þar til þeir koniu út fyrir austan mig.
Mjög margt fé var að sjá norður flárnar, en skyggni var frábært.
Ægifagurt var á fjöllum, endalaus snjóbreiðan í glampandi sólskini
hvert sem litið var. Ég hafði skamma stund beðið, er flugvél kom
sunnan yfir Kjöl, sveimaði hún talsvert yfir okkur, nijög lágt, flaug
síðan vestur og norður heiði. Þegar þeir félagar komu loks niður
með Lambamannafláarlæknum með allstóran fjárhóp, fórum við að
hóa sarnan fénu, sem var vítt og breitt um flárnar. Gekk það furðan-
lega, en margan krók máttum við samt fara, því stykkið er ærið breitt
fyrir þrjá menn. Mér fannst féð líta furðu vel út, það var mikið
búið að jafna sig eftir bylinn, liafði þiðnað og molnað úr því mesta
snjóbrynjan, og ekkert hlóðst í það að neðan vegna frostsins. Bezta