Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 60
58
HÚNAVAKA
hætti að hreyfa fyrir frostleysi, og var þá komið alllangt fram yfir
miðnætti. Hófst nú biðin eftir leiðangrinum og varð hún næsta
löng. Þótt við værum þreyttir og hvíldarþurfi eftir erfiðan dag var
svefninn óvær og slitróttur. Ég lá vakandi í poka mínum og á mig
sóttu rnargs konar áhyggjur. Eitthvert óhapp gat liafa hent ýtuna
eða vélarnar, og þá gat orðið óvíst með notin af þessari tækni. Eins
áttum við mikið undir veðrinu, en það er gömul og þó alltaf ný
saga íslenzkra bænda, að eiga allt sitt undir veðri og vindum. Út af
þessum hugrenningum mínum fæddist þessi staka:
Uppi á heiði ylnum fjær,
áð í köldu nausti.
l.Jndanreiðir eru tvær
orðnar á þessu hausti.
Eitthvað fleira af þessu tæi varð þarna til um nóttina, en það mun
nú flest gleymt. Sumir okkar fóru víst aldrei af fötum og ljós létum
við loga í glugga alla nóttina. Síðla nætur sáum við loks ljós út og
niður með Ströngukvísl. Þó leið meira en klukkutími, þar til allir
voru komnir lieirn á skálann. Var þá kl. hálf fimm um morguninn.
Við reyndum að taka á móti leiðangursmönnum eftir föngum og
sváfum ekkert eftir það. Menn voru allir mjög kaldir og hraktir
eftir vossamt og slörkulegt ferðalag. Þessari ferð hefur Þorsteinn
Jósefsson lýst mjög vel í blaðagrein, er hann reit þegar eftir ferð-
ina. Vísa ég til hennar, livað þann þátt gangnanna áhrærir og hef
þar engu við að bæta. Þetta var óneitanlega slæm byrjun, svefntími
fólksins lilaut að verða skammur og veðurútlit ekki gott, þó að úr
því rættist.
Á miðvikudagsmorgun leit út fyrir krapaúrfelli á suðvestan, en
síðan gekk til suðurs með ofsaroki um og fram yfir liádegi, síðan
birti og frysti um kvöldið. Tók nú snjór mjög að síga. Er upp var
lagt til leitar hlutum við göngur austastir, sem vorum með hestana.
Urðum við eðlilega að treysta á okkur sjálfa með skepnur, er við
fyndunr. Því hugmyndin var sú að beina aðalsafninu, sem mest vest-
ur og í slóð ýtunnar. Fór þetta allt eftir áætlun og gekk allvel. Sem
fyrr segir gerði ofsaveður um hádegi, og vorunr við Þórir þá á leið
upp nreð Haugakvísl að norðan. í einni kviðunni tapaði ég húf-
unni, stórri og mikilli prjónahúfu, sem vel hafði skýlt nrér í mörg-