Húnavaka - 01.05.1967, Síða 62
60
HÚNAVAKA
á móti Hrossengi á Fossadal. Þegar ég kom að Galtará voru allir
komnir að framan fyrir nokkru. Rekstur og smölun fjárins hafði
ofenoið eftir atvikum vel. Þó nokkrar kindur liöfðu samt verið flutt-
o o
ar á véltækjunum, en aðalsafnið hafði runnið viðstöðulítið í slóð
ýtunnar. Mönnum var létt í skapi þetta kvöld, er útlit var fyrir að
vel myndi takast til með leitir í þetta skiptið. Þennan dag voru Lýt-
ingar væntanlegir í Buga, ogsmöluðu síðan daginn eftir niður Háu-
tungur milli Svartár og' Fossár. Að Galtará fengum við þrjá leitar-
menn á móti okkur, þá Steinárbræður, Stefán og Jakob og Þorkel
á Barkarstöðum. Svæðið þar fyrir norðan er feiknabreitt og veitti
því ekki af liðsauka. Einnig kornu faðir minn og Sigurbjörn bróðir
minn fremst fram á Fossadal á fimmtudagsmorguninn, og aðstoð-
uðu við smölun beggja megin Fossár eftir þörfurn.
Þennan dag, fimmtudag 3. okt., var veður enn gott, úrkomulaust
og sólskin með köflum. Leitarmönnum var dreift á svæðið sem fyrr
og reksturinn gekk hægt en örugglega. Ýtan ruddi slóð norðaustur
sunnan Hanzkafells, en þá leið er safnið venjulega rekið. Allmargt
af fénu hafði runnið áfram nóttina áður, og var komið út á Ruglu-
dal. Aðalsafnið var komið niður hjá Fossum urn kl. þrjú um dag-
inn, en þeir sem á móti okkur smöluðu norðan frá, Rugludal og
Flatafjall, urðu seint fyrir. Komu þeir niður lijá Fossum laust fyrir
myrkur. Var það fé hýst hér um nóttina, en rekið út að Stafnsrétt
snennna á föstudagsmorgun.
Réttarstörf gengu að venju vel, og var drætti lokið snemma á
föstudaginn. Að mörgu leyti voru þessar réttir frábrugðnar því, sem
venjulegt er. Hross komu fá til réttar og sömuleiðis var féð færra en
vanalega. Þá sást tæplega nokkur maður við réttina, sem var þar
„upp á sport“. Að réttarstörfunum loknurn héldu menn svo áleiðis
með rekstrana, hver til síns lieima.
Ég ætla svo að ljúka þessari frásögn með nafnaskrá yfir gangna-
menn á Vesturheiði haustið 1963. Fyrstir eru þeir taldir, sem tóku
þátt í báðum göngum, að og frá Ströngukvísl:
Sigurður Guðmundsson, gangnaforingi, Fossum,
Sigurjón Guðmundsson, Fossum,
Þórir Sigvaldason, Stafni,
Jósef Sigfússon, Torfustöðum,
Sigurður Sigurðsson, Leifsstöðum,
\