Húnavaka - 01.05.1967, Síða 67
HÚNAVAKA
r>r>
I>að er 14. maí. Kiildi o°- krapaskúrir. Samt er allt á ferð og flu°i
í bænum. Vtirubílarnir hendast heim að dyrum húsanna. Otal hend-
ur rétta fram kassa og kirnur. Húsgögn af öllum gerðum eru sett
upp á bílana, og þeir fara af stað, hægt og varlega aka þeir. Pottar
og pönnur skrölta, laus blöð og annað rusl fýkur fyrir vindinum.
Það eru ótal margir að skipta um verustað, og allir vona að þeim
vegni betur í nýja staðnum. Það er varla nokkur sjón jafn ömurleg
og sjá fátæklega og slitna húsmuni standa á bílpalli, í votviðri og
stormi. Fólk, sem ekki þarf að flytja, lítur oft með fyrirlitningu á
þetta drasl, sem hrúgað er saman á farartækin. Þegar komið er svo í
tóma og kalda íbúð og á að raða hálfblautum húsgögnunum, þá fer
að versna ástandið. Einn slíkan dag flutti ég í gráa húsið. Herberg-
in sýndust enn verr útlítandi, er húsgögnin höfðu verið tekin burtu.
Enginn hafði mætt sig á að gera hreint.
Fyrstu dagarnir voru mér mjög erfiðir. í ljós kom að margt er
öðruvísi en ætlað er. Þetta voru stríðs-ár og engar sæmilegar íbúðir
fáanlegar. Þeir, sem ætla að inoka upp peningum verða að sætta sig
við það, að hafa ,,þak yfir h(>fuðið“. Kröfurnar til mannsæmandi
íbúðar verða að bíða. Þegar annríkið minnkaði, fór ég að litast um
í götunni.
Nú tók ég fyrst eftir gula húsinu. Það stóð hærra en húsið, sem ég
átti nú heima í, þess vegna skyggði það á alla sól í gráa húsinu.
Þetta þótti mér slæmt, en ég mátti ekki vera að brjóta heilann um
slíkt. Ég þvoði allt og lagfærði eins og ég framast gat. Einn daginn
var ég að hengja út þvottinn af barninu mínu. Ég forðaðist að líta
upp í gluggana á næstu húsum. Ég vissi, að þeir voru fullir af að-
gætnum augum, sem voru að vega mig og meta. Allt í einu heyri ég
rödd úr gula húsinu:
Þarna er unga konan með þvott af litla barninu sínu.
Röddin var hlý og svo mikil vorkunnsemi í henni, að mér hlýn-
aði um hjarta. Skyldi eigandi hennar vita hve einmana ég er og
ókunnug öllum?
Ég skotraði augunum til hússins og sá þar opinn glugga upp undir
þaki. Þar sat gömul kona með prjónana sína. Hún var auðsjáanlega
að tala við einhvern í herberginu. Ég hraðaði mér inn. Nokkru
seinna sá ég gömlu hjónin vera að staulast úti fyrir húsinu. Ég sá