Húnavaka - 01.05.1967, Side 69
Hún tók þann kost að borða mest kaldan nrat. Um haustið var ég
oft ein og þótti dauflegt. Þetta vissi vinkona mín, gamla konan. Hún
læddist þá til mín, er maður hennar var frískur. Eitt kvöldið var
iiún mjög hnuggin, henni hafði verið bannað að fara til mín. Hjón-
in óttuðust, að hún segði eitthvað út af heimilinu. Hún sat þarna
og prjónaði og tárin runnu úr hálfblindum augunum. Minningar
frá liðnum árum steyptust yfir hana. Jói var lítill. Hún tók hann,
hjúkraði honum og baslaði með hann þar til hann komst upp. Svo
flutti hann í bæinn og kvæntist þar. í mörg ár kom hann heim einu
sinni á sumri. Þegar hann fór heim var oft leiddur klyfjaður hestur
í veg fyrir bílinn, sem hann fór með. Þau gáfu honum smjör og tólg
og allt, sem þau gátu reytt saman handa honum. Hvað Jói var jrakk-
látur og góður, þegar hann fór. Og öll indælu bréfin, sem hún fékk
á eftir.
En núna. . . . Guð minn góður, nú er ekkert að hafa lengur hjá
okkur. Við þessir aumingjar.
Hann þolir þetta ekki, hann Jón minn. Hann hefir aldrei búið
við ófrið fyrr. Hann bara grætur blessunin. Og ég, sem vildi liggja
dauð fyrir hann Jóa minn. Þetta endurtók hún í sífellu. Þannig hélt
hún áfram, málrómurinn varð veikur og brast að lokum. Ég stóð
ráðalaus. Við höfðum mætzt eins og af tilviljun, þessi kona og ég.
Hún hafði tekið tryggð við mig, þegar við fyrstu kynni. Ég fann að
ég var hálmstráið, sem hún greip í.
Ég gekk til hennar og sagði: Þú gerir engum neitt, þó að þú kom-
ir hér. Þú tekur í þig gamla kjarkinn og kemur áfram. Þú tefur liér
stund og stund, við mösum saman eins og við vitum ekki af þessu.
Hún rétti sig í sætinu og það kom kuldasvipur á tárvott andlitið.
Ætli gamla Sigga láti jrað kúga sig. Nú fór að fækka fundum
okkar Siggu. Sjón hennar varð nú svo óskír, að hún sá varla til að
ganga milli húsanna. Einu sinni er hún kom, sagði hún mér að
stúlkurnar í húsinu, hefðu beðið sig að gefa sér rokkinn, er hún
væri „öll“. Eiga þær víst að lifa þig, Sigga mín? spurði ég. Já, þetta
fer að styttast, ég finn að dauðinn nálgast, enda búið að dreyma
fyrir því. Eg vona, að ég fari á undan Jóni mínum, ég afber þaið
ekki að sjá á eftir honum. En ég bíð hans fyrir handan.
Jóni fór nú ört að hraka, þrautirnar urðu næstum óbærilegar. Ég
sá Siggu varla. Mér var meinað að koma þar. Ég sat við gluggann
minn og reyndi að sjá hvort henni brygði fyrir. Hún gaf mér stund-