Húnavaka - 01.05.1967, Page 70
68
HÚNAVAKA
um merki um líðan þeirra. Sjónin var svo slæm, að jafnvel þetta var
frá henni tekið. Svo frétti ég, að hún væri fárveik. Ég beið eftir
tækifæri að komast ti! hennar. Ég fann að stund hennar var komin.
Svo sá ég mér færi og komst til hennar. Hún sat uppi í rúminu og
var lieit og móð, með sótthitaroða í kinnum. Nú er ég að fara, sagði
hún. Ég mátti ekki dvelja, en gekk til hennar og vafði hana að mér.
Hún bað Guð að lattna mér allt. Ég fékk stamað fram nokkrum orð-
um. Tárin blinduðu mig, svo ég sá ekkert, en hraðaði mér út. Dótt-
ir húsbóndans starði á mig stórum augum, fyrr hafði ég ekki sézt
í þessu luisi. lTm nóttina dó Sigga. Dagitin eftir var læknirinn
sóttur.
Hann kom til að skrifa dánarvottorð. Mér flaug í Intg, að hann
hefði betur \erið sóttur fyrr. Hún óskaði ekki eftir því, sagði fólk-
ið. Xokkru seinna var Sigga mín jarðsungin. Ég fór ekki til jarðar-
fararinnar, en læddist til gamla mannsins. Ég sat á rúminu hans og
strauk hönd hans. Aður hafði ég sagt þeim gömlu hjónunum, að ef
ég lifði hana, yrði ég hjá gamla manninum þennan dag. Ég vissi að
það hefði Siggu líkað vel.
Svo illa hugsandi var ég, að mér flaug margt í hug, er ég frétti um
allar þakkir prestsins, fyrir hiind þeirrar látnu, til IVjstursonarins og
konu hans. En þegar ég fór heim frá Jóni gamla, og hafði kvatt hann
í síðasta sinn, hélt ég á í höndunum því eina, er Sigga hafði látið
eftir sig.
Það má hugsa sér tilfinningar mínar, er ég kom heim og setti
fallega rokkinn hennar á gólfið hjá mér.
I dauðastríðinu hafði hún munað eftir að ráðstafa þessari dýr-
mætu eign sinni. Henni hafði þótt vænst um rokkinn af því, sem
hún hafði átt um dagana.
Nokkru seinna heyrðust hljómar dánarklukkunnar frá kirkjunni.
Þá var hinn þjáði maður borinn til hinztu hvíldar.
Ekki fór ég heldur þá til jarðarfararinnar. Það átti ekki við, úr
því ég fylgdi henni ekki til grafar. Ég sat þann dag og rakti sögu
þessara hjóna, þá er birtist hér. Þó þetta sé aðeins brot, því að gamalt
loforð við Siggu mína bannar mér að segja fleira.
Ég veit, að ef Sigga væri komin hér og ég segði við hana: Má ég
segja alla ykkar raunasögu. Þá myndi hún svara: Nei, heillin. Það
er bezt að hún fari í gröfina með mér. En eitt er víst, að ég hefðj
viljað liggja dauð fyrir hann Jóa minn.