Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 72
LÁRUS G. GUÐMUNDSSON:
Suáurferáin 1918
Þegar ég læt hugann reika til æskuára, minnist ég þess að allmarg-
ir menn fóru suður á land til sjóróðra á vetri hverjum, venjulega í
janúar. Sumir ungir menn höfðu oft sögur að segja úr slíkum ferð-
um og töldu sig rneiri menn fyrir.
21. janúar 191G slóst ég í för með fimm kunningjum suður á land
til sjóróðra, eru sumir þeirra horfnir af sviði mannlegs lífs. Þeir
voru: Kristmundur Jakobsson, foreldrar: Jakob Guðmundsson,
bóndi á Blálandi í Hallárdal og kona hans, Þórdís Kristmundsdótt-
ir. Þorsteinn Sölvason, foreldrar: Sölvi Jónsson, bóndi í Álfhól og
kona hans, Þórey Benónýsdóttir. Frímann Lárusson, foreldrar: Lárus
Guðjónsson, sjómaður, Höfðakoti í Höfðakaupstað og kona hans,
Sigríður Vigfúsdóttir. Hannes Einarsson, foreldrar: Einar Jónsson,
sjómaður, Oseyri, og kona hans, Margrét Björnsdóttir. Benedikt
Jónsson, foreldrar: Jón Jónatansson, bóndi, Vakurstöðum í Hallár-
dal og kona hans, Kristín Sigvaldadóttir.
Ég kvaddi heimilisfólkið. Móður mína kvaddi ég úti á bæjar-
hlaðinu á Vindhæli, en síðustu orð hennar voru þá: „Guð styðji
þig og styrki.“ Ég mun ekki Jrá hafa hugleitt hve einlæg ósk fylgdi
þessunr orðum móður minnar. Unglingur á 19. ári, þá lítt lífsrevnd-
ur, telur sér flest fært.
Nú lögðum við af stað, léttir í skapi og léttir í spori, þrátt fyrir
slæmt veður, norðaustan snjókomu. Snjór var allmikill á jörð og
frost. Við vorum vel búnir undir langt ferðalag, og' bárum við allir
o O’ O
LÁRUS G. GUÐMUNDSSON er læddur tí. okt. 1896 á Vindhæli. Foreldr-
ar hans voru: Soffía Lárusdóttir og Guðmundur Sigvaldason. Lárus ólst
upp á Vindhæli, og var þar bóndi um 20 ár, flutti í Höfðakaupstað 1936
og hefur búið Jrar síðan. Lárusi er létt um að rita btindið og óbundið mál.
Hann skrifar og góða rithönd. Sr. P. Þ. I.