Húnavaka - 01.05.1967, Síða 73
1
HL'NAVAKA
71
„helsingjapoka" nieð plöggum og matarbita. En helsingjapoki var
þannig, að saumað var íyrir op á t. d. 100 punda mélpoka, tekið
stykki, úr honum miðjum, fyrir höfuð mannsins, en farangri kom-
ið fyrir í báðum endum. Hvíldi þá byrðin á baki og brjósti manns-
ins tiltölulega létt. Nú eru helsingjapokar, eins og þeir voru nefnd-
ir, löngu úr sögu með breyttum tímum.
Við hugsuðum okkur félagarnir að ganga suður í Borgarnes, það-
an voru ferðir með bátnum Ingólfi til Reykjavíkur, en þar bjugg-
umst við við að hitta útgerðarmenn sunnan frá verstöðvum, sem
væru í leit að mönnum til sjóróðra. Þann dag gistum við á Blöndu-
ósi. Að kveldi annars dags gistum við að Gröf í Víðidal. A þriðja degi
ferðarinnar var fannkoma mikil, svo að ekki sást milli símastaura.
Náðum við að Staðarbakka um kvöldíð. Fjórða daginn að Hrúta-
tungu. Þaðan er lagt upp snemma, þar sem Holtavörðuheiðin var
framundan. Höfðu þá bætzt við nokkrir menn, þar á meðal tveir,
sem höfðu hesta til reiðar. Snjóþyngsli voru mikil á heiðinni. Vor-
um við þreyttir er við náðum sæluhúsinu. En er við höfðum hitað
okkur kaffi og drukkið var þreyta ölI horfin, létt yfir mannskapn-
um og jafnvel tekizt á í glímu. En brátt var haldið álram. Fannkoma
var mikil og frost er líða tók á daginn, og komum við seint í Forna-
hvamm. Þá nótt gistu þar 15 menn. Sváfum við þrír félagar í sama
rúmi, þó kvartaði enginn um ónógan svefn vegna þrengsla, enda
dagleiðin áður erfið, hafði tekið 12 tíma milli bæja. Fimmta dag-
inn, niður Norðurárdal, var gangfæri gott, rifa hjarn og sólskin.
Sá dagur var sá fyrsti, sem var bjart og fagurt veður frá því ferðin
hófst. Að kveldi gistum við að Hvassafelli, en sumir fóru lengra.
Daginn eftir, sem var sjötti dagur ferðarinnar, gistum við að Beig-
alda. Daginn eftir var haldið til Borgarness. Þar dvöldum við í tvo
daga. A leiðinni hafði næturgreiði kostað 1 kr., 1.50 og 1.75. Ingólf-
ur beið fram á skipalegunni. Nú tók veður að lygna og hann pípti til
brottferðar. Brugðum við skjótt við gengum niður á bryggju, og nið-
ur í bát, er átti að flytja okkur fram. En hann komst ekki alla leið,
sneri við, því að þá tók að hvessa. Urðum við því að bíða betra veð-
urs. Næsta dag var aftur lagt af stað fram í Ingólf og nú tókst betur
til en í fyrra skiptið, og eftir 4—5 tíma stigum við á land í Revkja-
vík. Ýmislegt vakti athygli mína, einkum minnist ég, að þá var ver-
ið að keyra grjóti í hafnargarðinn. Þar brunuðu 16 vagnar hlaðnir
grjóti, knúðir áfram af gnfuvél, eftir brautarspori. Ég staldraði við