Húnavaka - 01.05.1967, Page 74
72
H Ú N A V A K A
og virti fyrir mér þetta furðtiverk. Mun ég hafa verið lieldur nærri
„sporinu" því að maður þreif í <ixl mér og kippti mér frá með þeim
ummælum, hvort ég ætlaði mér að vera fyrir lestinni. Brátt var lest-
in komin fram hjá, og ég greikkaði sporið, því að nú var ég kom-
inn langt aftur úr félögum mínum. Fórum allir á gistihús, sem var
á Laugaveg 70. Kostaði fæði og húsnæði .H kr. um sólarhringinn.
lJar vorum við í fimm daga. Alltaf fækkaði félögunum, því að þang-
að leituðu útgerðarmenn til að ráða til sín sjómenn yfir komandi
vertíð. Meðan við dvöldum í Reykjavík, skoðuðum við söfnin, fór-
um í bíó o. s. frv. A bíó var þá sýnd myndin „Astin er hatrinu yfir-
sterkari". — F.g réðist til Guðm. Ciuðmundssonar, formanns og út-
gerðarmanns á Hrauni í (irindavík fyrir 110 kr. í kaup til vertíðar-
loka 11. maí. Að morgni mánudags 8. febr. lagði ég af stað ásarnt
tveim félögum mínum áleiðis til Grindavíkur. Ciistum við að Kálfa-
tjörn. Um kvöldið strauk heimasæta þar kisu sinni. Létum við strák-
ar gamanorð lalla, að æskilegt væri að fá svipaða meðferð og köttur-
inn. Við komum til Cirindavíkur kl. 2 daginn eftir. Mundi nú vera
talið seinfarið, ef að ferð frá Skagastrcind til (irindavíkur stæði yfir
frá 21. janúar til 9. febrúar að báðum dögum meðtöldum. — Hús-
bóndi minn, Guðmundur Guðmundsson, og Agnes, kona hans,
bjuggu þá á Hrauni, en mótbýlismenn þeirra voru (iísli og Magnús
Hafliðasynir. Gerðu þeir bræður út skip, sem bar nafn föður þeirra,
Hafliða, er var þá hættur formennsku og sjósókn, aldurhniginn, lág-
ur og þrekinn, en fylgdist vel með sjómennsku sona sinna. Þá vetr-
arvertíð voru gerð út 7 skip úr þessu hverfi, Þórkötlustaðahverfi,
sem er það austasta. Voru formenn þeirra þessir: Tvö skip frá
Hrauni, form. Guðmundur Ciuðmundsson og Ciísli Hafliðason. For-
menn hinna skipanna úr því hverfi voru: Guðmundur á Klc'ipp, Jón
í Innlandi, Hjálmar í Miðbæ, bróðir Guðmundar á Hrauni, Guð-
mundur Benónýsson í Miðbæ og Einar í Vesturbæ. Öll voru skipin
10-róin en áttæringar, 11 menn á hverju skipi, engin skipsvél, segl
notuð þá er hægt var.
Hjá húsbónda mínum voru þá vertíð, 10 menn, sumir upp á hlut
aðrir á kaupi. Þeir voru þessir: Ingimundur Brandsson frá Yztabæli,
Jón Jónsson Núpakoti, Björn Ásmundsson Rauðárstíg 5 Revkjavík,
Sigurbergur Sigurbergsson Háukotey Meðallandi, Jón Stefánsson
Bæ Ölfusi, Guðjón Jónsson Vitastíg 7 Reykjavík, Jón Guðmundsson
Austfirðingur og lárus Ci. Guðmundsson Skagaströnd. Fátt gerðist