Húnavaka - 01.05.1967, Side 75
HÚNAVAKA
7 3
á vertíðinni í frásögur færandi. Venjulega þurfti að sæta lagi til að
koma skipinu á flot; fóru hásetar upp í skipið á bæði borð eftir því
sem dvpkaði sjór á þeim. Síðastir fóru frammí menn, sem kallaðir
vorti, en þeir réru á fremstu þóftu. Að því loknu settust hásetarnir
undir árar, limm á hvert borð, en formaður skellti stýri á króka. Svo
skipaði formaður hásetum að hafa yfir sjóferðabæn, eða „Faðir vor“
og vorn sjóhattar þá ofan teknir, ef veður var ekki mjög vont, og
allir hljóðir á meðan. Fannst mér hugur fylgja máli. Hásetar voru
allir í lýsisbornum skinnklæðum. Var ekki laust við að ég fyndi til
sjóveiki strax í landi við að klæðast slíkum sjóklæðum, þó komst
jrað upp í vana. Formaður fór strax upp í skipið, áður en það var á
flot komið. Stóð hann í austursrúmi og hafði langan krókstjaka í
höndum, gætti Jress að skipinu slægi ekki til hliðar undan kvikunni,
meðan ýtt var á flot. Þegar gott var veður lentum við niður undan
heimabænum Hrauni, en ef svo var ekki, lentum við vestur í Þór-
kötlustaðanesi. Það mun vera 20 mín. gangur frá Hrauni. Þau einu
tæki til að létta starfið var spilið, en með hjálp þess voru skipin setí
npp eftir hvern róður. Fiskur var ,,seilaður“, borinn upp, gert að
og saltað í litlum grjóthlöðnum skúrum, sumir þeirra niðurgrafnir,
svo að rúmlega þakris, bárujárnsklætt, var upp úr jörð. Guðmundur
og Agnes kona hans, áttu margt barna, voru frekar fátæk, en gerðu
sér allt far um að sjómönnum þeirra liði vel. Skammt frá íbúðar-
húsinu var timburhús gamalt, rismikið og tjörubikað. Þar sváfum
við 10 hásetar, tveir í hverju rúmi. Einföld hurð var fyrir svefn-
skálanum. Eitt sinn vaknaði ég um nótt, var þá norðaustan hríðar-
veður og snjóskafl þvert yfir gólf skálans, frá dyruin og náði upp á
rúmstokk á rúmi því, er var gegnt dyrunum. En aldrei heyrði ég
minnzt á kuida, og þótt ég væri alls óvanur ýmsu og það ólíkt dag-
legu viðhorfi heima, þá fannst mér allt þetta ævintýralegt og jafn-
vel skemmtilegt. En er á sjó var komið, var ég sjaldan laus við sjó-
veiki, leið illa, og í slæmum veðrum ofbuðu mér öldur úthafsins
og sagði við sjálfan mig, að ég skyldi aldrei á sjó koma eftir vertíð-
ina. Þetta gleymdist þá í land var komið, en fullyrða má, að ég var
aldrei sjómaður af lífi og sál, eins og komizt er að orði.
Fæði var fremur fábreytt, brauðmatur, fiskur og kartöflur og
grjónagrautur, sem borinn var fram í vaskafötum, tveggja manna
skammtur í hverju fati. Var ég vanur áður en ég og matfélagi minn
fórum að borða grautinn, að gera merki með skeiðinni yfir mitt