Húnavaka - 01.05.1967, Side 76
74
HÚNAVAKA
fatið, því að ógjarnan vildi ég snerta eða leggja mér til munns
skammt þess, er mataðist á hinum helmingnum. Þó skal það fram
tekið að matur var allur þrifalegur. Mjólk sást aldrei, vatn var
venjulega tekið úr brunnum, þar sem gætti flóðs og fjöru. Vatn var
því salt, féll mér það illa fyrst. Að drekka salt kaffi, hafði ég aldrei
gert, en við það vandist ég. í vertíðarlok, þegar ég kom til Reykja-
víkur, fannst mér ekkert í kaffi varið, því að þá vantaði saltbragðið.
Eins og áður var um getið, voru tvö skip gerð út frá Hrauni, ann-
að af Guðmundi, húsbónda mínum, hitt af Gísla og Magnúsi Haf-
liðasonum. Eg sá að Hafliði gamli fylgdist vel með útgerð sona sinna.
Oft sat hann á tröppum íbúðarhússins, þá von var á sonum hans í
land, setti hönd fyrir augu og horfði frarn á sjóinn. Þannig virtist
mér aldurhnignir sjómenn, sem hættir voru sjómennsku, fylgjast
með starfi þeirra, sem yngri voru, og daglegu útliti veðurs. Eitt sinn
kom ég þar að, sem Hafliði gamli sagði frá atburði úr lífi sínu. Hann
var þá að enda frásögn sína og varð hún mér því eigi kunn, en það
vakti athygli mína að tár runnu niður kinnar gamla sjómannsins.
Þá varð mér sem unglingi ljóst, að gömlu sjómennirnir, þarna í vík-
inni, mnndu hafa séð og reynt margt í lífsbaráttn sinni við vind og
sjó.
Þann 24. marz var sjóveður gott að morgni og réru þá öll skip
úr Grindavík, en er kom fram undir hádegi skall á blindhríð af
norðaustri með feikna veðnrhæð og miklu frosti. Voru þá flestir
í land komnir. Við vorum þá að enda við að draga netin, en fiskuð-
um lítið. Höfðum róið austur með Krísuvíkurbjargi, og því veður
á hlið skipsins, vestur með strandlengjunni, hagstætt eftir atvikum
og náðum réttri lendingu á Hrauni. Fjögur skip úr Járngerðarstaða-
hverfi náðu ekki lendingu, þeim bjargaði skútan Ester úr Reykja-
vík; var hún á leið heim, en sneri við hjá Reykjanesröst vegna veð-
urs og sjógangs. Bjargaði skútan öllum skipshöfnunum og tók þá
um borð. Formenn þeirra voru Guðjón Einarsson, Aðalgeir Fló-
ventsson, Sæmundur Tómasson og Gunnar Brynjólfsson. Skipin
voru fest aftan í skútuna, en brotnuðu öll. Á þeirn degi misstu þrjár
skipshafnir skip sín í lendingu, en mannskaði varð ekki. A þriðja
degi lægði veðrið, kom þá skútan Ester inn á víkina hjá Járngerðar-
staðahverfi, og komust þá heilar í land og heim allar skipshafnirnar.
Var þá gleðidagur hjá Grindvíkingum.
Ég minnist þess að einhverju sinni, er við vorum að draga netin