Húnavaka - 01.05.1967, Side 80
78
HÚNAVAKA
að koma okkur heim?“ — „Jú.“ — Við stungum okkur og fórum
geyst til að hafa úr okkur hrollinn. Sandurinn var orðinn svalur,
þegar við hlupum að stallinum. „Ég hef alltaf með mér tvö hand-
klæði,“ sagði hann, „gjörðu svo vel.“ — „Þakka þér fyrir“. Ég varð
fyrri til og leit í dagblað, sem ég hafði stungið í jakkavasann fyrr um
kvöldið, meðan hann lauk við að klæða sig. Feitletruð fyrirsögn
blasti við mér á forsíðu: „Stærsta kjarnorkusprengja til þessa var
sprengd á eyjunni Sulo á Kyrrahafi í gær“. — „Þeir sprengja,“ sagði
ég. „Þeir sprengja úti í heimi,“ sagði hann, „hér gætir þess ekki.“
„Þeir enda með því að sprengja sundur hnöttinn," sagði ég. — „Vertu
ekki svona svartsýnn." — „Geislamagnið í loftinu er þegar farið að
hafa sín áhrif, ef þeir tæta ekki jörðina beinlínis í sundur, halda þeir
þó áfram tilraunum unz helgeislarnir eyðileggja mannlífið.“ —
„Eftir að hafa horft á sólina setjast, tölum við ekki um sprengjur,“
sagði hann.
Við gengum fjöruna heim og ræddum um æskuleiki okkar. Við
komumst að raun um, að við áttum mörg sameiginleg áhugamál.
Þegar við nálguðumst þorpið, sagði hann: „Ég er feginn, að ég hitti
jrig í kvöld. Konan mín er að fæða fyrsta barnið okkar; ég þoldi
ekki við heima, það er svo erfitt að bíða. En ég gat ekki um annað
hugsað, jrangað til jrú komst.“ — „Ég vissi það,“ sagði ég. „Ég var
búinn að heyra, að sýsluskrifarafrúin ætti von á barni.“ — „Ég er
að vona, að Jrað verði strákur,“ sagði hann feimnislega. „Ég er viss
um, að það verður strákur," sagði ég. „Hraustur og fallegur strákur,
sem fer í könnunarferðir út með sjó og leitar að fjársjóðum. Þegar
hann eldist, mun hann skilja eins og við, að fjársjóðurinn er gull-
roðið hafið, þegar sólin sezt.“
„Ég hefði gaman af að kynnast þér betur,“ sagði hann. „Hvar ætl-
ar þú að setjast að, þegar þú hefur lokið námi?“ — „Ég vildi gjarna
starfa hér. Læknirinn fer að hætta, hann hefur lofað mér stuðningi
sínum, ef ég sæki um.“ „Þá geta synir okkar leikið sér saman," sagði
hann. „Synir okkar skulu leika sér saman,“ sagði ég. „Við kennum
jreim sundtökin og sitjurn með þeim á skerinu, þegar sólin sezt.“
,,já,“ sagði hann, „það skulu verða stæltir strákar, synir okkar. —
Átt þú langt nám fyrir höndum?“ — „Ég á aðeins eitt námstímabil
eftir. Ég legg af stað í fyrramálið til að ljúka því.“ — „Vertu sæll og
gangi þér vel,“ sagði hann. „Og þakka þér fyrir kvöldið, þú auð-
veldaðir mér biðina.“ — „Vertu sæll, og þakka þér sömuleiðis fyrir