Húnavaka - 01.05.1967, Side 81
HÚNAVAKA
79
skemmtunina. Við munum eiga mörg kvöld saman, þegar ég kem
aftur.“
Næsta morgun yfirgaf ég staðinn. Sessunautur minn í áætlunar-
bifreiðinni var læknakandidat, sem hafði lokið dvalartíma sínum
á sjúkrahúsinu. — „Hvernig var það annars,“ spurði ég, „fæddi ekki
sýsluskrifarafrúin stóran og hraustan strák í gærkvöldi?" — „Strák
að vísu,“ sagði hann hikandi, — „en. . . . hann var ekki rétt skapað-
ur.“ — Hjarta mitt tók kipp, og kökkur kom í háls mér. Það suðaði
fyrir eyrunum, og ég heyrði hann segja eins og í fjarska. „Ég, per-
sónulega, er hræddur um, að það sé vegna geislunar. Þau fóru í
brúðkaupsferð suður til Kyrrahafseyja, þar sem geislunin er mest.“
F.g hallaði mér aftur í sætinu og lokaði augunum. Ég sá fyrir mér
brosleitt andlit sýsluskrifarans, þegar hann sagði: „Það skulu verða
stæltir strákar, synir okkar.“ Og mín eigin orð hljómuðu fyrir eyr-
um mínum: „Við kennum þeim sundtökin og sitjum með þeim á
skerinu, þegar sólin sezt.“ — Aldrei myndi drengurinn hans hlaupa
mjúkan sandinn og varpa sér til sunds í víkina okkar. — Ég reis upp
og tók nýtt dagblað úr sætisgrindinni fyrir framan mig. Ég varð að
reyna að dreifa huganum. En á forsíðunni blasti það við mér, og
þá varð mér ljóst, að aldrei framar gæti ég litið í dagblað, án þess
að minnast drengsins hans. Feitletrað blasti það við mér og tætti
hjarta mitt. „Tvær kjarnorkutilraunir voru gerðar í gær, í Nevada-
auðninni og Síberíu. Heyrzt hefur, að Kínverjar muni halda áfram
tilraunum og Indverjar muni innan skamms framkvæma sína fyrstu
sprengingu.“ Ég henti blaðinu frá mér og stundi þungan. „Já, þeir
sprengja,“ sagði ég og hélt með valdi aftur af blótsyrðunum. —
„Þeir, .... þeir sprengja."