Húnavaka - 01.05.1967, Síða 83
HJÁLMAR F.YÞÓRSSON:
Paé munar oft mjóu
Ræs. Ræs. Þú þarna, húnvetnski drjóli. Hafðu þig á lappir, það á
að fara að draga. Ræs. Ætlar þú ekki að vakna? Já, komdu þér fram
úr kojunni, eða ert þú eins og fyrirrennarar þínir, sem voru hér í
vetur, gefinn fyrir að sofa. Já. Það er gott að sofa, nema þegar mað-
ur má það. Jæja, svona. Ef þú hefur þig ekki fram úr kojunni og
það á stundinni, þá tek ég skólpfötu kokksins og baða þig í inni-
haldi hennar.
Það var sem þetta hefði lnifið. Sá, sem ávarpaður var þessari heil-
næmu ræðu stökk með óskiljanlegum hraða franr úr bátskojunni
og hafnaði á miðju lúkarsgólfinu. Var þá sem hinum skrafhreifna
ræsi litist ekki á svefnpurkuna, er hann stóð í báða fætur. Sneri
hann sér til dekks og hvarf sjónum lúkarsmanna. Sást á öllu að hin-
um húnvetnska drjóla, er svo var nefndur, hafði runnið í skap. Hafði
hann við orð, að hann skyldi, þótt síðar yrði, minna þennan sunn-
lenzka lúsablesa á það, að norðlenzkir sjómenn gætu unnið og kom-
izt til starfs síns án slíkra hvatninga.
Allir voru komnir til dekks og gekk allt sinn vana gang, eins og
vera bar á línulagningu. Það voru þrír menn á dekki. Einn færði
til bala, fulla af línu, að rennu og annar hnýtti saman línuna. Sá
þriðji kastaði færum og flutti tóma bala frammá. Sá, sem kallaður var
„hinn húnvetnski“, færði bala að lagningsrennu og aðstoðaði þann,
sem hnýtti saman línuna. Er líða tók á lagningu línunnar varð að
sækja balana fremst fram á dekk. Já, þetta var hans fyrsti túr á þess-
um bát. Hann hafði komið í staðinn fyrir annan, sem hafði verið
rekinn úr plássinu.
Hann hafði víst verið heldur rakur sá. Hugmyndin hafði verið