Húnavaka - 01.05.1967, Side 84
82
HÚNAVAKA
hjá þeim húnvetnska að vera á netabát þennan vetur í Eyjum, en
netavertíð var ekki almennt byrjuð og skyldu þeir fara nokkra
róðra með línu. Báturinn virtist vera allgott sjóskip, á að gizka 60
tonn að stærð. Stuttu eftir að þeir hófu að leggja hafði farið að kula
og bætti í kaldann er á lagninguna leið. Sjór var nokkur, enda að
upphefjast suð-austanátt, sem oft vill verða Þrándur í Götu sjó-
manna við Eyjar. Báturinn var farinn að láta illa. Hann stakkst og
prjónaði, sem baldinn foli. Hann dansaði sem korktappi á földum
Ránar. Ægis-dætur höfðu smákinnungað Iiúnvetnska drjólann og
þeirra söltu táradropar söfnuðust saman og hengu sem sultardrop-
ar á nefi hans. Öðru hvoru rak hann út úr sér tunguna og gæddi
sér á sætleik þeirra. Það var fróun og skerpandi að spýta þeim út úr
sér aftur. Allt i einu skeði það. Hann hófst á loft, er stakkur hans
lylltist af sjó upp að öxlum. Hann hafði verið að teygja sig eftir
bala og var því hálfboginn. Veröldin hvarf og báturinn líka. Fyrsta
hugsun var: Hvar lendi ég nú?
I slíkum tilfellum mun það vera ósjálfráð hreyfing, hvers og eins,
að bera fyrir sig hendurnar, án þess að skynja gildi þess, oft á tíðum.
Hvort það voru sundtök eða aðrar tæknilegar handsveiflur, sem
sá húnvetnski gerði, gat hann ekki greint frá síðar. Eitthvað kom
við hönd hans og hann hugsaði: Haltu fast. Um leið rofaði til, hann
skynjaði birtu, þótt myrkur væri.
Hann hafði náð handfestu á uppgöngu handriði á stýrishúsinu.
Ja. Nú munaði mjóu. Dollan var að koma úr kafi. Hann sá það
greinilega er hann miðaði við ljós í mastrinu. Það var fyrst eins og
skáhallt niður á við, svo sveif það hægt upp þar til það bar við
stjörnubjartan himininn, er sums staðar var hulinn rosaskýjum, sem
geystust áfram. Hann hélt fast á meðan að dollan hreinsaði sig. Það
var orðið hvasst þarna uppi á stýrishúsinu og handtakinu mátti
ekki sleppa fyrr en allt var um garð gengið. Jú. Þarna kom hval-
bakurinn í ljós. Hann upphófst úr hafinu líkt og hvalur. Þetta hafði
varað nokkur augnablik, þótt þeim, sem hékk þarna fyndist það
nógu langur tími á meðan á því stóð.
Það heyrðist skellur. Það var stýrishúsglugginn einn, sem opnað-
ur hafði verið og fallið niður í falsið. Um leið kvað við ógurlegt
öskur: Strákar. Eru allir um borð? Það var karlinn (skipstjórinn),
sem kallaði út nm gluggann. Það kváðu við tvær ósamstæðar raddir,
önnur mjög eymdarleg og líktist því helzt, sem hún kæmi upp úr