Húnavaka - 01.05.1967, Page 85
HÚNAVAKA
83
tunnu. Jú. Það var hinn sunnlenzki ræsir, sem gaf það frá sér. Hann
liafði kíttast inn undir lagningspallinn og gat sig ekki hreyft. Hann
var ekki jafn útþaninn af lofti og hann liafði verið, er hann ræsti
þann norðlenzka fyrr um nóttina. Hinn félaginn hafði náð góðu
taki á bakborðsvanti með báðum höndum og haldið sér þar, enda
var honum ekki fisjað saman. Sá norðlenzki var að hefja göngu sína
niður af stýrisliúsinu, er aftur Iieyrðist í karlinum: Strákar. Hvar er
Húnvetningurinn, er hann horfinn? Það var sem drægi úr rödd-
inni eftir því, sem leið á setninguna og síðustu orðin sagði hann
meir við sjálfan sig. O. Hann er nú hér, á leið niður. Niður. Niður.
öskraði karlinn um leið og liann birtist með ýlugráan og úfinn haus-
inn út um stýrishúsgluggann. Þú þarna mann fj. . . ., því svarar þú
ekki, þegar á þig er yrt. Ég liélt að fj. . . . hefði liirt þig fyrir borð.
Þá gaus upp Húnvetningurinn í Norðlendingnum og svaraði
hann með þjósti. O, nei, gamli skröggur. Þér tókst ekki að drepa
okkur í þetta sinn, annars hélt ég að ég hefði ráðið mig á línnbát,
en ekki kafbát. Þetta þoldi sá gamli ekki. Hann rak upp ógurlegt
Surtsöskur, og runnu þar með formælingar sem glóandi hraun-
straumur. Eitt og eitt orð skildist af viti og var helzt af að marka
að áfram skyldi lialdið línulagningunni. Færðist þá Húnvetningur-
inn í aukana og öskraði á móti: Ert þú orðinn staurblindur, mað-
ur. Sérðu ekki að línan, sem eftir var, er horfin öll fyrir borð.
Þrengdist nú meira af búk karlsins út um gluggann og skimaði
hann í allar áttir. Síðan hvarf allt inn um gluggann aftur og hann
skall í falsið með háum smell. Skárri var það ofsinn, varð Húnvetn-
ingnum að orði. Fór hann nú að svipast um eftir félögum sínum
og kom þar að, sem vantmaðurinn togaði og togaði í útlimi þess
sunnlenzka. Var nú skipt með sér fótum hans og spyrnt við fast.
Barst þeim félögum við það til eyrna að eymdarstunur voru fram-
leiddar undir lagningspallinum. Eitthvað gaf allt í einu eftir og svo
kom sá sunnlenzki allur í ljós. Það eitt er víst að ekki var í hans lík-
ama ein einasta loftbóla er hann kom útundan pallinum. Þær sögur
gengu manna á milli eftir þennan minnisverða róður, að sá sunn-
lenzki hefði lengst til mittis um þrjár tommur.
Má það vel vera, því að engin sáust uppbrot á buxum lians úr
því.
Það munar oft mjóu.