Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 88
GUÐMANN HJÁLMARSSON:
Tvö gömul oréf
Á seinni hluta síðustu aldar, var maður hér í Húnaþingi, er hét
Bjarni Björnsson. Hann hafði það sérstaklega til síns ágætis, að
hann skrifaði afburða vel.
\7oru því ýmsir, sem fengu hann til að skrifa fyrir sig sendibréf,
ef þeir töldu sig ekki nógu sendibréfs færa.
Þó var sá galli, við ritstörf þessa ágæta manns, að fyrir gat kom-
ið, að réttritun og stíll, væri ekki sambærilegur við rithöndina.
Það vill svo vel til, að tvö bréf, sem Bjarni skrifaði, hafa gevmzt,
í minni manna. Kenndi mér þau gamall maður á æskuárum mín-
um, og skrifa ég þau hér niður, til að forða þeim frá glötun.
Tilefni fyrra bréfsins, var það, að drengur, sem var á sama bæ
og Bjarni, var sendur til næsta bæjar, til að sækja lítinn hvolp. Þar
var hann beðinn fyrir bréf, en svo illa fór fyrir honum, að hann
týndi bréfinu.
Nú vildi hann láta stúlkuna, sem sendi bréfið, vita hvernig farið
hafði. Bað hann Bjarna, að skrifa henni fyrir sig. Bjarni varð vel
við þeirri bón, og skrifaði svohljóðandi bréf:
„Sæl vertu nú, Ella mín!
Það fór mikið illa fyrir mér, að ég týndi bréfinu, sem þú baðst
mig, af því ég bar hundinn. Ég ætla að biðja þig að misvirða það
við mig.“
Seinna bréfið var biðilsbréf. Það var ein af álitlegustu heima-
sætum héraðsins, sem Bjarni felldi hug til. Að þeirra tíðar hætti,
skrifaði hann föður stúlkunnar, og bað hann um hana.
Bréfið var á þessa leið:
„Sæll vertu nú góði ókunnugi vin!
Ég vænti að þú þekkir mig ekki núna. Ég heiti Bjarni og er