Húnavaka - 01.05.1967, Page 90
PÉTUR SÆMUNDSEN:
brá upphafi verzlunarstahar
á Blönduósi
Siðastliðinn nýjársdag barst rnér i hendur rnynd sú, er fylgir grein pessari. Er
hún i eigu Cuðrúnar Thomasdáttur Möller i Reykjavik, en hún er sonardóttir
Möllers kauprnanns. l.angaði rnig pegar til pess að korna tnyndinni á frarnfeeri
og gera nolikra grein fyrir peirn fáu húsurn, setn á rnyndinni sjást og eigendutn
peirra. Niðurslaða peirra athugana er pessi grein, og jrykir mér tniður að hafa
eklii haft tækifeeri til pess að bera nein atriði hennar undir pá, setn betur kunna
að vrta, á Blönduósi.
Verzlun Húnvetninga fram til 1S76.
Öldum saman þurftu Húnvetningar, hvar í sýslunni, sem þeir
bjuggu, að sækja alla verzlun til Höfðakaupstaðar á Skagastrcind.
A tímum verzlunareinokunarinnar mun að vísu af og til hafa verið
ráðgerð eða ákveðin sigling til Borðeyrar við Hrútafjörð, en af því
mun sjaldnast hafa orðið, vegna andspyrnu kaupmanna.
Á þessari skipan varð engin breyting við tilkomu fríverzlunarinn-
ar 1787, og það er ekki fyrr en með tilkomu verzlunar í Grafarósi
á Höfðaströnd upp úr 1835, að bændur úr austustu hreppum sýsl-
unnar fara að leita verzlunar annað en til Höfðakaupstaðar. F.ftir
að Sauðárkrókur varð löggiltur verzlunarstaður frá 1. jan. 1858,
tóku lausakaupmenn að sigla þangað, en um 1873 hófst þar föst
verzlun. Áttu bændur í austurhluta sýslunnar talsverð viðskipti á
þessum kaupstöðum, einkum á tímum Félagsverzlunarinnar við
Húnaflóa (síðar Grafarósfélagið) á árunum 1870 til 1878. Vorið 1848
sendir Hans A. Clausen kaupmaður í Stykkishólmi skip til Borð-
eyrar með vörur og upp úr 1850 taka lausakaupmenn að venja þang-
að reglulega komur sínar. Má segja að með tilkomu Borðeyrarverzl-
unar skipti í tvö horn um verzlunarmöguleika Húnvetninga, eink-