Húnavaka - 01.05.1967, Side 92
90
HÚNAVAKA
anlega þó að sjálfsögðu um vesturhluta sýslunnar. Félagsverzlunin
við Húnaflóa hafði einnig verzlun á Borðeyri ("síðar Borðeyrarfélag-
ið) og höfðu Húnvetningar þar mikil viðskipti og stóð svo, þrátt
fyrir tilkomu Blönduóss, allar götur fram til þess er verzlun hófst
á Hvammstanga eftir 1895.
Lýsing Olavíusar á Blönduósi.
Eigi verður hér reynt að tína saman það litla, sem um Blönduós
er getið í heimildunr fram til 1875, en birt aðeins greinargóð lýsing
Olafs Olavíusar í ferðabók hans, en hann kom til Blönduóss síð-
sumars 1777. „Hið sama (að ósinn var notaður sem höfn til forna)
vitum vér um Blönduós, en hitt er ókunnugt, hvort heldur skipin
hafi fleytt sér inn í sjálft hópið eða þau hafa legið utan við eða á
hópsósnum. Ekki vita menn heldur, hvar búðirnar hafa staðið. Nú
eru staðhættir þannig, að áin myndar við ósinn hóp eða allstórt
lón nærri kringlótt. Þar er lygnt að mestu og nálægt 2 álna dýpi
með hálfföllnum sjó. Frarn úr lóninu er þröngur ós með 5 álna
dýpi að norðvestanverðu (svo), en 4 álna hinum megin. Fyrir framan
óskjaftinn er sandrif, sem stendur upp úr sjó um fjöru. Það breytist
i sífellu af brimróti og ísreki. Þess er því ekki að vænta, að um höfn
verði að ræða í þessum ósi sakir grynninga á rifinu, en þar er hvergi
yfir 2 álna dýpi. Það er nokkurn veginn víst, að ósinn hefur breytzt
síðan í fornöld, enda þótt skip fornmanna hafi verið með flaíari
botn en nú.“
Bœnaskrá Húnvetninga.
8. júlí 1875 var lögð fram í lestrarstofu Alþingis bænaskrá 148
Húnvetninga um löggilta uppsiglingu við Blönduós. Bænaskráin
er ódagsett og eigi sést af tiltækum heimildum hvenær söfnun und-
irskrifta var hafin og hvenær lokið, en hún hefur verið rnikið verk.
Bænaskráin hefst með því, að gerð er grein fyrir hve löng verzl-
unarferðalög, um vegleysur og torfærur, taki mikið af hinurn dýr-
mæta sumartíma frá bændum og séu kostnaðarsöm. Hafi reynslan
af fjölgun kaupstaða verið landsmönnum hagstæð, minnkað ferða-