Húnavaka - 01.05.1967, Síða 93
HÚNAVAKA
91
kostnað og leitt til hækkaðs verðs á innlenda vöru, auk afsláttar á
útlendum vörum.
Þá er getið um að alkunnugt sé hve Skagastrandarhöfn, eina
löggilta höfnin fyrir allri Húnavatnssýslu, sé hættuleg. Hafi þar
á rúmum 20 árum strandað 6 skip og 3 þeirra á tveimur næstliðnum
haustum. Beri því nauðsyn til að fá aðra höfn löggilta innan sýslu
og hafi sýslubúar helzt haft augun á höfn norðanvert við Blönduós.
Síðan segir orðrétt:
„Afstaða og botn þessarar hafnar var nákvæmlega mæld og skoðuð
seinastl. sumar af þar til fengnum mönnum, sem báru gott skyn-
bragð á þess konar, og álitu þeir þar tiltækilegast skipalægi, hættu-
lausa innsiglingu og góðan akkerisbotn og að höfnin lægi í hlé fyrir
austan- og sunnanvindum, sem sjá má af hér meðfylgjandi vottorð-
um frá herra Agust G. Lambertsen, óðalsbónda, Ásgeiri Einarssyni
á Þingeyrum og formanni Ól. Ólafssyni, sem manna bezt ber skyn-
bragð á þess konar hér í sýslu.“
Lýkur bænaskránni með því, að Alþingi er beðið að semjtl' lög
um löggilda uppsiglingu við Blönduós.
Með bænaskránni fylgdu tvö skjöl. Var annað skýrsla frá Sveini
Kristóferssyni bónda í Enni dags. 14. júní 1875, þar sem hann grein-
ir frá því, að 31. maí næstl. hafi hákarlaskipið Jóhanna frá Siglunesi
leitað vars á Blönduóshöfn í ofsa norðanveðri með bilað stvri og
rifið stórsegl og lagt gilda 100 faðma norðar en þar, sem höfnin
álítist bezt. Lá skipið þarna í 6 sólarhringa meðan á aðgjörð stóð.
„Skipið lá við einn dreka og voru 60 faðmar gefnir út, og þó að
sjógangur væri mikill, þá lyftist ekki keðjan það allra minnsta frá
botni, sem helzt mun hafa orsakazt af straumnum frá Blöndu, er
staðið hefur móti kviku og vindi,“ segir í skýrslunni.
Hitt fylgiskjalið er útskrift úr dóma- og þingbók Húnavatnssýslu
á réttargjörð frá 17. sept, 1874.
Var réttarhaldið framkvæmt á Skagaströnd af Bjarna Magnússyni
sýslumanni til „að móttaka skýrslur urn skipalegu við Blönduós."
Mættir voru fyrir réttinum Ásgeir Einarsson á Þingeyrum og Ól-
afur Ólafsson skipstjóri og hafnsögumaður sama staðar. Höfðu þeir
verið útnefndir af sýslumanni eftir áskorun formanns Félagsverzl-
unarinnar við Húnaflóa til að skoða hvernig skipalega myndi vera
á Blönduósi. Ólafur skipstjóri var oftast kenndur við Þingeyrar,
enda var hann fóstursonur Björns Ólsens og var síðar hjá Runólfi