Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 94
92
HÚNAVAKA
M. Ólsen syni hans. Hafði Ólafur verið fyrir Skagstrendingum
þeim, er björguðu skipshöfn franska skipsins Emilie sumarið 1868.
l'.n upp úr telagsskap manna um kaup á skipi þessu, spratt Gránu-
félagið og var skipið nefnt Grána. Lögðu þessir tveir menn fram
skriflega skýrslu um skoðun skipalægis á Blönduósi. Kemur þar
fram „að innsiglingin væri bæði hrein og góð og hægt myndi að
komast inn á leguna, hvaðan sem vindur stæði, að sjávarbotninn
er þéttur leirbotn og sjávardýpi er 5—10 faðmar, hér um bil í
200—300 faðma fjarlægð frá landi.“ í vestanátt yrði Vatnsnesið til
þess að draga úr öldunni, en eigi þyrfti að gera ráð fyrir miklum
norðanveðrum í mánuðunum maí til ágúst, en ef svo bæri til gæti
skip siglt fyrir Blönduósinn og myndi þá straumurinn úr Blöndu
varna því að skipið ræki upp. Var skýrsla þessi upplesin og bókuð
og auk þess skýrsla mjög á sömu lund frá August Lambertssen agent
fvrir Kaupmannahafnar sjóábyrgðarfélag.
Sama dag og bænaskráin var lögð fram, var útbýtt í Efri deild
Alþingis frumvarpi til laga um löggildingu verzlunarstaðar við
Blönduós í Húnavatnssýslu, sem flutt var af Ásgeiri Einarssyni á
Þingeyrum 1. þingmanni Húnvetninga. Færði hann fram málinu
til stuðnings hin sömu rök og fram koma í bænaskránni, auk þess
sem hann vitnaði í álitsgjörðir Ólafs Ólafssonar og G. Lambertsen,
er að framan getur. I sama streng tóku þeir Ólafur Pálsson prestur
á Melstað, sem mælti með frumvarpinu af kunnugleika á staðhátt-
um, Torfi Einarsson í Kleifum þingm. Strandamanna og bróðir
Ásgeirs, sem mælti með málinu af miklum þunga og fleiri þing-
menn.
Einn þeirra kvaðst mæla með frumvarpinu „þar sem höfnin á
Skagaströnd væri viðurkennd ófær, en við Blönduós góð.“
Aðalandstæðingar frumvarpsins voru þeir Þórður Jónassen dóm-
stj. 1. konungskj. þingm. og sr. Eiríkur Kúld þingm. Barðstrendinga.
Þórður kvað höfnina einhverja hina lökustu, opna við Húnaflóa,
væri hún á borð við Keflavík og Eyrarbakka. Væri auk þess ekki
nema meðal bæjarleið í næsta kaupstað og nýr verzlunarstaður því
aðeins verða til hægðarauka fyrir fáa menn. Eiríkur Kúld kvaðst
vantrúaður á það, að straumurinn úr Blöndu væri svo áhrifaríkur,
að hann skapaði góða höfn, sem lægi fyrir opnu hafi. Varðandi erfið-
leika við flutning á laxi til Skagastrandar, kvaðst hann vilja spyrja
hvort það gæti ekki orðið hvöt fyrir héraðsbúa að sjóða niður lax-