Húnavaka - 01.05.1967, Side 95
HÚNAVAKA
93
inn sjálfir. Fjölgun smákaupstaða drægi slæman dilk á eftir sér, yki
munað og jafnvel örbirgð í sveitum. Þó kvaðst hann máske tilleiðan-
legur til að ljá frumv. atkvæði sitt, ef hann gæti fullvissað sig um,
að Skagaströnd legðist niður. Þess skal einnig getið hér til gamans,
að ein af mótbárum sr. Eiríks var sú, að hann kvaðst hafa heyrt, að
selveiði væri í Blönduósi og myndi hún skjótt eyðileggjast. Ef þar
að auki prestakall ætti þar ítak, þá gæti hann eigi stutt það, að hið
opinbera yrði fyrir hallanum. Ummælum Eiríks um kostnaðarsamar
lendingarbætur, svaraði Ásgeir á þá lund, að það þyrfti að byggja
eina bryggju og vör væri þar skammt frá, er lítið kostaði að ryðja.
Varðandi selveiðina kvaðst Ásgeir eigi þurfa að svara því þar eð
nafn prestsins á Hjaltabakka stæði undir bænaskránni með hans eig-
in hendi.
í Neðri deild mælti Páll Pálsson í Dæli fyrir frumvarpinu og
hlaut það þar enga andstöðu og var samþykkt 27. júlí. Var frum-
varpið síðan staðfest 15. okt. um haustið sem lög nr. 21. 1875 og eru
lögin svohljóðandi:
„Frá 1. janúarmán. 1876 skal vera löggiltur verzlunarstaður við
Blönduós í Húnavatnsýslu, og skal því leyft frá þeim tíma að byggja
þar sölubúðir og hafa þar fasta verzlun, með þeim skilmálum, er
segir í opnu bréfi 28. des. 1836, og mega einnig innlendir og útlend-
ir lausakaupmenn koma þangað til verzlunar, þegar þess er gætt,
sem um það efni er ákveðið í nefndu lagaboði og í lögum 15. aprílm.
1854, 3. grein.“
Einn þeirra manna, sem öruggt má telja, að hafi ásamt Ásgeiri
Einarssyni verið einn af helztu baráttumönnum fyrir löggiltum
verzlunarstað á Blönduósi, var Jósep Skaftason, læknir í Hnausum.
Hann var einn af helztu forystumönnum Félagsverzlunarinnar við
Húnaflóa og aðalhvatamaður þess, að Félagsverzlunin keypti verzl-
unarstaðinn Grafarós, en þar hafði verið ensk verzlun Henderson &
Anderson, sem hafði hætt vegna erfiðs fjárhags. Var ætlun Jóseps að
kreppa að kaupmannaverzluninni í Höfðakaupstað. En langur vegur
er milli Grafarness og Borðeyrar og eftir að hafa gefið upp áformin
um Félagsverzlun á Hólanesi hafa þeir félagar efalaust hugsað sér,
að ná sama árangri með verzlun á Blönduósi, sem auk þess lá með
tilliti til samgangna miklu betur við verzlun við þorra héraðsbúa.
Tósep lifði þó ekki að sjá þennan draum rætast, því hann lézt
30. júní 1875.