Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 96
<)4
HÚNAVAKA
Fyrstu lóðirnar — fyrstu verzlanirnar.
Fyrsta óskin um verzlunarlóð við Blönduós kom frá Grafarósfélag-
inu og var hún dags. 29. febr. 1876. Var talið nauðsynlegt að koma
á laggirnar fastri verzlun á Blönduósi vegna viðskipta við Húnvetn-
inga, en félagið hafði eins og áður segir orðið að hætta við að koma
upp verzlun á Hólanesi nokkrum árum áður.
Miðvikudaginn 19. júlí um sumarið var aukaréttur Húnavatns-
sýslu settur við Blönduós og haldinn af Benedikt G. Blöndal um-
boðsmanni í Hvammi, sem þá var settur sýslumaður Húnvetninga,
en Bjarni E. Magnússon, sýslumaður á Geitaskarði, hafði andazt 25.
maí þá um vorið. Var fyrirtekin útmæling á verzlunarhúsastæðum,
en útmælingarmenn höfðu verið tilnefndir þeir Ásgeir Einarsson
alþm. og Jóhannes Guðmundsson sýslunefndarmaður á Móbergi,
oftast kenndur við Gunnsteinsstaði. Réttarvitni voru þeir sr. Eggert
Ó. Briern á Höskuldsstöðum og Ólafur Briem srniður á Sauðárkróki,
bróðir Eggerts.
Þessir fulltrúar lóðarbeiðenda voru rnættir:
1. Fyrir Grafarósfélagið: sýslunefndarmennirnir Erlendur Pálma-
son í Tungunesi og Jón Guðmundsson á Kagaðarhóli og Jón Pálma-
son hreppsnefndaroddviti í Stóradal. Voru þeir Jón Pálmason og
Ásgeir Einarsson helztu forystumenn Félagsverzlunarinnar um aust-
anverða Húnavatnssýslu.
2. Fyrir hönd Carls Höepfners kaupmanns í Kaupmannahöfn,
verzlunarstjóri hans á Skagaströnd, Friðrik Möller. Hann var síðar
verzlunarstj. og kaupmaður á Eskifirði og síðast póstafgreiðslumað-
ur á Akureyri. Um Friðrik segir Brynleifur Tobíasson „hóf fyrstur
manna verzlun á Blönduósi", virðist það ekki rétt hermt. C. J.
Höepfner hafði þegar þetta var eignazt verzlun Örum og Wulff á
Akureyri og Skagastrandarverzlun.
3. Fyrir hönd Friðriks Hillebrandts kaupmanns í Kaupmanna-
höfn, sonur hans, senr þá var nýorðinn verzlunarstjóri á Hólanesi,
Fr. Hillebrandt yngri.
4. Thomas J. Thomsen kaupmaður mætti sjálfur sem lóðarbeið-
andi og er talin frá Bergen í Noregi. Mun ástæðan hafa verið sú, að
hann kom með vörur til Blönduóss frá Bergen þá um vorið. Th.
Thomsen, sem var sonur V. Thomsen kaupmanns á Þingeyri, hafði
verið verzlunarstjóri Hillebrandtsverzlunar á Hólanesi og árin 1872