Húnavaka - 01.05.1967, Page 97
HÚNAVAKA
95
— 1873 verzlunarstjóri Félagsverzlunarinnar á Borðeyri, en kaup-
stjóri þeirrar verzlunar frá 1874. Aðalstöðvar hennar erlendis voru
einmitt í Bergen.
Mælingarmennirnir létu í ljósi það álit sameiginlega, „að eftir því
sem tilhagar með lendingar, muni að svo stöddu vera tiltækilegra,
að reisa verzlunarhús norðanvert við ósinn á Blöndu.“
Voru nú útmældar 2 lóðir með samþykki Sveins bónda Kristófers-
sonar í Enni. Hljóðar útmælingin þannig:
„Handa Grafarósfélaginu er útmæld ein dagslátta eða svæði 30
faðmar á hvern veg á melnum, er liggur fast utan við ósinn á Blöndu,
þannig að sunnan og vestan af melbrúninni meðfram hinu útmælda
svæði, milli þess og árinnar að sunnan og sandsins niður við sjóinn
að vestan, sé autt svið 12 ál. á breidd.
Handa kaupmanni C. Höepfner er útmælt jafnstórt svæði 30
faðmar á hvern veg austan við lóð Grafarósfélagsins þannig: að sunn-
an af melbrúninni meðfram ánni sé 12 ál. breitt svið autt til um-
ferðar, ef á þarf að halda.
Þess skal getið, að landið frá hinum útmældu lóðum til sjávar og
meðfram Blöndu er heimilt og frjálst verzlunareigendunum til upp-
skipunar og útskipunar vörum sínum.
Lóðir þessar hafa legið neðst á melhorninu fyrir vestan Kvenna-
skólann. Höepfner byggði hins vegar verzlunarhús sín á lóð fyrir
innan ána og Grafarósfélagið varð að hætta við húsbygginguna á
Blönduósi, enda var þá farið að kreppa að félaginu eins og áður seg-
ir. Eru lóðir þessar óbyggðar enn þann dag í dag.
Sagnir eru þó um, að Thomsen og jafnvel Höepfnersverzlun hafi
reist verzlunarskúra fyrir norðan ána og verzlað þar þetta eina sum-
ar. Má vera að við nánari athugun gagna fáist úr þessu skorið eða
eldri Blönduósingar geti upplýst þetta atriði.
Friðrik Hillebrandt gat ekki ákveðið sig með það, hvar hann vildi
fá útmælda lóð og varð því ekki af útmælingu lóðar fyrir Hólanes-
verzlun.
Fram að þessu hafði allt gengið vel og árekstralaust, en nú var
friðurinn úti. Th. Thomsen krafðist þess, þrátt fyrir álit allra „sér-
fræðinga", að sér yrði mæld út lóð innan við ósinn í landi prests-
setursins Hjaltabakka. Var því Páll Sigurðsson prestur og staðar-
haldari „samstundis aðvaraður“. Mætti hann í réttinum og lagði
algjört bann við því að verzlunarlóð væri mæld út í landi staðarins,