Húnavaka - 01.05.1967, Side 98
HÚNAVAKA
9f>
sökum usla þess er af því leiddi á jörðinni, þar sem helztu nytjum
jarðarinnar, sem væru bithagar, væri þar með stórlega spillt.
Sýslumaður kvað upp þann úrskurð, að útmælingin skyldi fram
fara, en sr. Páll kvaðst geyma rétt sinn og staðarins til þess að fá
úrskurð þennan ómerktan. Lét Páll ekki sitja við orðin tóm og er
af því nokkur saga, sem ekki er tóm til að rekja hér.
Rúmum hálfum mánuði síðar, 8. ágúst, var Blöndal enn mættur
á Blönduósi með tilheyrandi fylgdarliði.
Mættir voru til þess að fá útmældar lóðir:
1. Fr. Hillebrandt á Hólanesi.
2. Friðrik Möller fyrir hönd B. Steincke kaupmanns í Kaup-
mannahöfn. Steincke hafði komið til Akureyrar árið 1851 sem verzl-
unarstjóri }. Gudmanns verzlunar. Reyndist hann þar hinn nýtasti
borgari og beitti sér fyrir mörgurn framfaramálum. Mun hann hafa
verið fluttur aftur til Kaupmannahafnar, er hér var komið sögu.
Steincke var kvæntur Páljnu dóttur E. E. Möllers verzlunarstjóra á
Akureyri og því mágur Friðriks.
3. ]. Chr. V. Bryde frá Kaupmannahöfn. Bryde þessi mun hafa
verið í einhverjum félagsskap með Fr. Hillebrandt eftir að Berg-
mann, sem stofnaði með honum verzlunina í Hólanesi 1835, lézt.
Byggði hann hús á Borðeyri næst á eftir Pétri Eggerz um 1860. Eigi
veit ég, hvort eða hvernig hann var skyldur Níels Bryde beyki, sem
kom til Skagastrandar 1825 og fór síðar til Vestmannaeyja og gerðist
þar umsvifamikill kaupmaður.
Hillebrandt fékk útmælda lóð að norðanverðu við Blöndu, „frá
fornu nausti, sem er að sjá á lítilli grastungu á milli tveggja lauta,
skammt fyrir sunnan háubrekkuna, þaðan beint í suður yfir syðri
lautina 30 faðmar, og eins 30 faðmar frá grasbakkabrúninni til mýr-
arinnar“. Þessi lóð virðist hafa verið þar sem Litla-Enni reis síðar
og náð fram á bakkann upp undan fjörunni, sem þar er grasi vaxin.
Útmælingar lóðanna fyrir innan ána hljóða þannig:
Lóð Thomsens „svæði á grasbakkanum fast innan við ósinn á
Blöndu frá jarðföstum steini hér um bil 11 faðma frá austurvegg hins
forna nausts, sem greinilegast er að sjá þar norðan í bakkanum, 20
faðma til vesturs meðfram ánni, þó þannig að 12 álna breitt svæði
sé autt og óbyggt milli árinnar og hinnar útmældu lóðar, og 30
faðmar réttsýnis suður til melsins, sem þar er uppundan.“
Lóð B. Stemcke „á melnum 15. álnum vestar en hin útmælda lóð