Húnavaka - 01.05.1967, Page 99
HÚNAVAKA
07
kaupmanns Tli. J. Thomsens er, og þaðan MO faðmar til vesturs eftir
því sem melbrúnin liggur, en frá þessum 2 hornum 20 faðmar til út-
suðurs á melnum.“
Lóð tíryde „næst fyrir austan hina áður útmældu lóð kaupmanns
Th. J. Thomsens 30 faðmar í austur meðfram ánni, þó þannig að
12 ál. breitt svæði sé autt og óbyggt milli árinnar og hinnar út-
mældu lóðar, og svo 30 faðmar réttsýnis til melsins."
Th. Thomsen kom á skipinu „Hana“ frá Bergen til Blönduóss 28.
júní 1876. Nokkrum dögum síðar ritar hann sýslumanni og óskar
eftir því að fá leyfi til þess að byggja verzlunarskúr á Blönduósi.
Þetta haust Iét Thomsen byggja fyrsta húsið á Blönduósi (Möllers-
búðina) og kom grindin tilhöggvin frá Noregi. Áður um sumarið
hafði hann að vísu byggt hús úr torfi til að bræða í mör. Telur sýslu-
maður Thomsensverzlun fastaverzlun á Blönduósi í árslok 1876 og
Sigvalda Blöndal verzlunarstjóra hennar. Er Sigvaldi einnig í sókn-
armannatali Hjaltabakka talinn eini íbúinn á Blönduósi 1876. í árs-
lok 1877 er verzlunin talin í eigu dánarbús Thomsens en hann lézt
af slysförum 24. júní. Er frá því sagt í þætti Magnúsar á Syðra-Hóli
„Húsfrú Þórdís“. Jóhann G. Mtiller er þá talinn verzlunarstjóri, en
ári síðar er Möller eigandi verzlunarinnar, sem upp frá þessu hét
Möllersverzlun. Frá norðvesturhorni Möllerslóðar, sem enn er þekkt,
sbr. síðar, má ákveða lóðamörkin og út frá þeim flestar eða allar
gamlar lóðir „í plássinu" og upp með ánni a. m. k. alla leið upp að
Olafshúsi (nú hús Lárusar Olafssonar).
Á lóð Brydes byggir Hillebrandt sumarið 1877 sölubúð, en það
hús á Björn Einarsson nú og er það elzta húsið á Blönduósi. Verzl-
unin á Blönduósi var aðeins skamma stund í eigu Hillebrandts því
4. marz 1878 selur hann þeim félcjgunum }. P. Munch og f. Chr. V.
Bryde verzlun sína á Islandi. Var húsið á Blönduósi með tilheyrandi
tækjum og fylgifé metið í kaupunum á þrjú þúsund krónur, en hús-
in á Hólanesi á tólf þúsund krónur. Verzlun þessi hét Munch og
Bryde og var Fr. Hillebrandt yngri áfram verzlunarstjóri hennar.
Átti hún skamman aldur því 15. febr. 1881 selur Bryde Munch sinn
hluta í fyrirtækinu og hét verzlunin þá Munchs verzlun. Haustið
1883 er verzlun þessi komin í hendur Tryggva Gunnarssonar og er
þá lagt útsvar á verzlun hans í Torfalækjarhreppi, en ekki árið eftir.
Mun Möller kaupmaður þá hafa keypt sölubúðina og þar með lauk
Hólanesverzlun á Blönduósi.
L