Húnavaka - 01.05.1967, Side 102
Inngangsorð
Þegar farið var að tala um að minnast 50 ára afmælis U.M.F.
\7orboðans, voru uppi fleiri en ein uppástunga. Sú var ein að gefa
út afmælisrit með sögu félagsins og enn fremur ýmsu af því, sem
blað félagsins hefir að geyma, en það er fjölbreytt og mikið að
vöxtum.
Það varð ofan á að reyna þetta og kosin nefnd til að undirbúa
ritið, bæði um efnisval og kostnað við útgáfuna.
Nefndin tók til starfa og sá fljótt að allt var í lagi með efni það,
sem í ritinu skyldi vera, en það var aftur þyngri þrautin með kostn-
aðinn. Þegar við sáum hve mikill liann mundi verða, féll okkur
allur ketill í eld. Þá datt okkur í lnig að reyna að fá styrk hjá
U.S.A.H. og víðar. Fyrst fórum við með styrkbeiðni á ungmenna-
sambandsþing. Þá stakk form. U.S.A.H. og fleiri upp á því að taka
þetta í Húnavökuritið. Þetta var samþykkt á þinginu og þar með
var þessi vandi okkar leystur. Við vorum auðvitað mjög þakklátir
þessari lausn og tókuin henni fegins hugar.
Um efni það, sem við tókum til í þessu skyni, fyrir utan sögu
félagsins, er það að segja, að það er tekið úr öllum bókum félagsins,
sem hafa að geyma lélagsblaðið, og reyndum við að hafa það eftir
sem flesta höfunda. Þetta varð allmikið safn, en svo velur ritstjórn
Húnavökunnar úr, því að takmarkað rúm er i ritinu.
Yið hvern höfund er getið, hvar hann átti lieima, þegar liann
skrifaði það, sem birt verður, einnig hvenær, ár og dag. Enn fremur
nokkrar fleiri upplýsingar um hvern og einn.
Pétur H. Björnsson.
PÉTUR H. BJÖRNSSON. Fæddur 15. marz 1907. Bóndi á Móbergi í
Langadal frá 1937. Einn mikilvirkasti höfundur félagsblaðsins og for-
maður Ungmennafélagsins Vorboðinn frá 1951. Hann er sonur Björns
Stefánssonar og Sigurbjargar Pétursdóttur, konu hans, sem bjuggu á ýms-
um stöðum. síðast í Mjóadal á Laxárdal.