Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 103
HÚNAVAKA
101
Ungmennafélagið Vorboðinn 50 ára
U.M.F. Vorboðinn í Engihlíðarhreppi var stofnað 3. janúar 1915.
Fyrsti fundur félagsins var haldinn á Holtastöðum. Stofnendur fé-
lagsins voru 15, allt ungir menn héðan úr Langadalnum og voru
þeir þessir:
Bjarni O. Frímannsson, nú bóndi Efri-Mýrum.
Jónatan J. Líndal, bóndi Holtastöðum.
Jakob B. Bjarnason, bóndi Síðu.
Jón Benediktsson, bróðir Vilhjálms á Brandaskarði.
Helgi Björnsson, bóndi Búrfelli.
Hilmar Frímannsson, nú bóndi Fremstagili.
Isleifur H. Árnason frá Geitaskarði.
Vilhjálmur Benediktsson, bóndi Brandaskarði.
Valdimar Stefánsson.
Sigurður E. Guðmundsson frá Engihlíð.
Hafsteinn Björnsson, Blönduósi.
Guðmundur Agnarsson, nú búsettur á Blönduósi.
Þrjá stofnendur vantar enn, en nöfn þeirra hefur mér ekki tek-
izt að hafa upp.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:
Sigurður E. Guðmundsson, form., Hafsteinn Björnsson, vara-
form., Isleifur H. Árnason, ritari, Hilmar Frímannsson, varam.,
Bjarni O. Frímannsson, gjaldk., Helgi Björnsson, varam. Endur-
skoðendur, Jónatan J. Líndal og Sigurður E. Guðmundsson.
50 ár eru ef til vill ekki hár aldur á félagi, en þó eru þeir sem
stofnuðu þetta félag, allt orðnir rosknir menn, og sumir komnir
undir græna torfu.
Á þessum 50 árum, frá því félagið var stofnað, hafa orðið svo
miklar breytingar á öllu hér á landi, að slíks eru engin dæmi í sögu
þjóðarinnar, frá upphafi. Framfarirnar hafa orðið svo stórstígar að
flest er óþekkjanlegt frá því áður var. En þó vantar alltaf eitthvað.
Þegar eitt er fengið, kemur maður alltaf auga á annað, sem mann
langar til að fá, og svona gengur það endalaust, enda á það svo að
vera. Maðurinn þarf alltaf að hafa eitthvað fíl að keppa að. Hann