Húnavaka - 01.05.1967, Page 104
102
HÚNAVAKA
verður að hafa verkefni, annars staðnar luigsunin og hann verður
sljórri en ella og sýnist þar af leiðandi heimskari. Eða fyrir livað
annað en þetta eru íbúar margra beztu landa heims svo langt á eftir
tímanum sem ratin ber vitni. Þar rétta gæði landsins þeim upp í
hendurnar allt það, sem þeir þurfa til að lifa á, fyrirhafnarlaust.
Við þetta sljóvgast hugsunin og þeir láta bara hverjum degi nægja
sína þjáningu.
Þegar maður lítur yfir farinn veg þessi 50 ár, sem Vorboðinn
hefur starfað, þá kemur maður auga á margt, bæði sigra og ósigra.
Ég vildi reyna að gjöra grein fyrir þessu, að nokkru, í þessari sögu
félagsins. Hún getur þó ekki orðið svo tæmandi sem skyldi, frá
fyrstu árum félagsins, vegna þess að gjörðabækur hafa glatazt og
verður að styðjast við minni þeirra, sem þá voru í félaginu.
Aðalmálið, sem öll ungmennafélög höfðu á stefnuskrá sinni, að
minnsta kosti þau, sem fyrst voru stofnuð, var bindindismálið. Allir
meðlimir félagsins áttu að vera bindindismenn og konur og gekk
þetta vel fyrst í stað, enda vínbann í landinu. En svo komu undan-
þágur frá algeru vínbanni.
Fyrst var veitt undanþága og leyfð voru nokkur létt vín frá Spáni,
en það mun hafa verið gjört vegna verzlunarsamninga rnilli þessara
landa. Til þess að Spánverjar vildu kaupa saltfisk af Islendingum,
áttu íslendingar að kaupa vín af þeim. Þetta gekk svona í nokkur
ár og fengu þeir, er það vildu, kærkomið tækifæri til að hefja brugg
i