Húnavaka - 01.05.1967, Side 105
HÚNAVAKA
103
á „landa“, sem svo er kallaður, í blóra við Joessi Spánarvín. Þegar
brnggið var orðið svo mikið að lögregla og stjórnendnr sán að í
óefni var komið, og að eitthvað varð að gjöra tii að stennna stigu
við þessu ófremdarástandi, var látin fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla
um, hvort banninu skyldi aflétt eða ekki og varð það ofan á að
andbanningar hrósuðu sigri og bannið var afnumið með lögum.
Vorboðinn átti alltaf menn, sem börðnst á móti þessari þróun og
gjörðu þeir allt, sem þeir gátu til þess að fá félaga Vorboðans til að
vera bindindismenn. En þar var við rannnan reip að draga, þegar
bannið var afnumið og allir gátu fengið áfengi með hægu móti,
sem það vildu. IJá var ekki hægt annað en láta undan síga og voru
þá stofnaðar bindindisdeildir innan félagsins, sem nokkrir félags-
menn voru í og er svo enn í dag. Einnig hefur verið að þessu tóbaks-
bindindisdeild.
í lögum félagsins hefur verið og er, grein, þar sem algjörlega er
bannað að hafa um hönd áfengi eða tóbak á fundum og samkom-
um félagsins og hefur það ákvæði verið sæmilega haldið, þó að í
einstaka tilfelli hafi út af brugðið. Einnig er algjört bindindi á vín
og tóbak innan 16 ára aldurs.
Sá maður, sem mest barðist fyrir bindindi innan félagsins v'ar
Páll Arnason frá Geitaskarði, en lengi bóndi í Glaumbæ. Oft voru
harðar deilur á fundum út af þessu og var Páll oft einn ræðumanna
með bindindi og lét ekki af sinni skoðun, þótt við ofurefli væri að
etja. Ymsir fleiri lögðu raunar orð í belg honum til hjálpar í þess-
um umræðum, en það er nú svo að ekki er öllum gefið að vera
ræðumenn.
Það má segja að félagið hafi tapað í þessu máli eins og líklega
flest önnur ungmennafélög með undanlátssemi sinni, en hvað ann-
að var hægt að gjöra. Allir sáu að félagið myndi líða undir lok, ef
ekki væri slakað til í þessu máli. Tíðarandinn varð hér að ráða,
samheldni félagsskaparins var fyrir öllu. Félagið átti mörgum hlut-
verkum að gegna á öðrum sviðum, og áfram mun það berjast fyrir
bindindi, þótt vonlítið virðist slíkt eins og nú horfir.
Eitt af hugsjónarmálum ungmennafélaganna hefur alltaf verið
og er enn; að klæða landið, eins og það er kallað og mun þá fyrst
og fremst átt við skóggræðslu, þó að reyndar allur gróður klæði
landið. Og ætti það að vera metnaðarmál, að minnsta kosti allra
þeirra, sem í sveit búa, að láta sem flest strá vaxa, þar sem áður óx