Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 106
104
HUNAVAKA
eitt eða þar, sem áður var aðeins uppblásið flag. Þess er fyrst getið
í gjörðabókum Vorboðans árið 1942 að farið er að tala um skóg-
græðslu. Tvt) tilboð bárust um stað fyrir skógræktina, annað í
Fremstagils- en hitt í Glaumbæjarlandi og varð það síðarnefnda
fyrir valinu, ágætur blettur eins og þeir voru raunar báðir.
Skógrækt ríkisins lagði til girðingarefni utan um blettinn og var
bann vandlega girtur eins og vera ber. Þessi undirbúningur allur
var ekki búinn fyrr en vorið 1944, og um mánaðamótin maí og júní
það ár voru settar niður í reitinn fyrstu 140 plönturnar, voru það
birkiplöntur stórar og þroskavænlegar. Settur var áburður með
hverri plöntu til þess að þær yxu sem bezt, enda gjörðu þær það,
urðu að fallegum trjám til augnayndis þeim, sem fegurðar gróðurs-
ins geta notið. Mikið væru þetta orðin lalleg tré núna, tvítug að
aldri, ef þau hefðu fengið að lifa. En þetta er raunasaga. Það var
vorið 1946 að Engihlíðarhreppur ákvað að koma upp trjáræktar-
stöð og fékk til þess stóran blett, á svonefndum Holtastaðahöfða,
neðan við veginn. Þarna var hafizt handa um skógrækt, og var leit-
að samvinnu við Vorboðann um starfrækslu þessarar stöðvar, og hef-
ur öll vinna við þennan reit, svo sem útvegun plantna, komið á
ungmennafélagið með nokkrum fjárstyrk frá hreppnum. Einnig
fékk reiturinn rausnarlega gjöf frá Engihlíðarmæðgum.
Þarna hafa verið settar niður plöntur, oftast um 1000 á ári og
stundum meira. Þetta hafa verið ýmsar tegundir, en mest þó af
birki, greni, skógarfuru og lerki.
Þar sem félagsmönnum fannst þeir hafa ærið verkefni í þessum
nýja skógræktarreit á Holtastöðum, kom trjáræktarnefnd Vorboð-
ans saman á fund og samdi eftirfarandi tillögu, sem svo var borin
fyrir félagsfund í febrúar 1948 og samþ. með öllum greiddum at-
kvæðurn:
Fundurinn samþ. að afhenda Páli Árnasyni (eiganda Glaumbæj-
ar) aftur reit þann, sem hann á sínum tíma gaf félaginu til skóg-
ræktar og að honum hlynnt, sem bezt á því sviði. Einnig telur fund-
urinn vel við eigandi að reiturinn verði nefndur Vorboðinn, þar
sem félagið sáði þar til fyrsta vísis í skógræktarmálum sínum.
Páll Arnason þakkaði fyrir þessa ráðstöfun og kvaðst ekkert liafa
við hana að athuga.
Nú líða árin og eigandaskipti verða að Glaumbæ. Páll Árnason
flytur burt, en við tekur nýr ábúandi. Það var vorið 1951.