Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 107
HÚNAVAKA
105
Brátt kom það í ljós að hinn nýji eigandi mundi hafa lítinn áhuga
fyrir skógrækt. Var því umhirða um skógræktarblettinn „Vorboð-
ann“ ekki sem skyldi. Fóru því fulltrúar ungmennafélagsins til við-
ræðna við jarðareiganda.
Kom þá í ljós, að gleymzt hafði hjá Páli fyrrverandi eiganda
Glaumbæjar, að geta um áðurnefnt samkomulag milli U.M.F. Vor-
boðans og hans, um skógræktarreitinn, við jarðarsöluna, og því ekki
um neinar skyldur að ræða hjá núverandi eiganda jarðarinnar.
Reyndu fulltrúar félagsins að ná samningum við núverandi jarðar-
eiganda um skógræktarblettinn, en það tókst ekki. Ekki þótti fært
að flytja trén til, og var því eigi um annað að ræða en gefa mál
þetta á bátinn, þótt sársaukalaust væri það ekki fyrir suma félagana.
Lengi stóðu þarna við veginn nokkur tré og reyndu af veikum
mætti að halda lífi, en við ofurefli var að etja, og að síðustu voru
ekki eftir nema nokkrir berir stofnar, sem talandi tákn um skamm-
sýni mannanna. Nú eru þessir beru stofnar líka horfnir og ekkert
eftir, sem minnir á skógarreitinn Vorboðann, nema nokkur gulnuð
blöð í gjörðabókum félagsins.
Arið 1916 byrjar félagið að gefa út handritað félagsblað. Hefur
blaðið komið út flest ár síðan, misjafnlega mikið á ári, en venju-
lega fjögur tölublöð, stundum meira og stundum minna, allt eftir
andagift þeirra, sem í það áttu að skrifa í það og það skiptið.
Efni blaðsins er bæði í bundnu og óbundnu máli. Þar eru vísur,
löng kvæði, gátur, sögur og alls konar ritgerðir. Mest er þetta frum-
samið og um hin óskyldustu efni.
Eins og gefur að skilja er þetta misjafnt að gæðum og skrifað til
þess eins að æfa sig í að skrifa eitthvað, eða eins og stendur í blað-
reglunum: „Tilgangur blaðsins er að æfa meðlimi félagsins í að
láta hugsanir sínar skýrt og skipulega í ljósi í skrifuðu máli“.
Ýmislegt hefur verið gjört til þess að fá sem flesta til að skrifa í
blaðið, til dæmis verðlauna það bezta, sem komið hefur þetta og
þetta árið og hefur þetta borið nokkurn árangur.
Það mætti ýmislegt nefna sérstaklega af því, sem í blaðið hefur
verið skrifað og það hefur að geyma. Ekki er þó ástæða til þess, sumt
af efni blaðsins er birt í þessu hefti „Húnavöku“.
Steingrímur Davíðsson fyrrverandi skólastjóri á Blönduósi segir
um blaðið í afmælisriti U.S.A.H., sem birtist í Skinfaxa 1963. „Blað
félagsins er stærsta og efnisríkasta félagsblað í héraðinu og það eina