Húnavaka - 01.05.1967, Side 108
106
HÚN AVAKA
sem út hefur komið nær óslitið til þessa dags“. Og á öðrnm stað
segir hann: „Allt er blað félagsins þrungið eldmóði æskunnar, birt-
ir þrár hennar, vonir og fögur heit um að vinna óðali sínu og ættar-
jörð allt það gagn, sem það má og bregðast aldrei hugsjónastefnu
félagsins.“
Hópferðir hafa margar verið farnar á vegum félagsins, bæði um
heimahéruð og víða um landið. Til dæmis var einu sinni gengið á
Spákonufellsborg á Skagaströnd og víða hefur verið farið um Húna-
vatnssýslu, bæði á hestum og í bílum. Tilkomumestu ferðirnar, sem
farnar hafa verið, að mínum dómi, hafa verið þrjár. Ein þeirra var
fjögurra daga ferð um Norður- og Austurland, og voru skoðaðir
margir sérkennilegir og fagrir staðir og mætti sem dæmi nefna Mý-
vatnssveit, Námaskarð, Dettifoss, Ásbyrgi, Hallormsstað, Vaglaskóg,
Goðafoss og marga sögufræga staði að fornu og nýju. Onnur ferð
var farin suður um land, til Þingvalla um Lundareykjadal og áfram
um Grímsnes og allt til Geysis og Gullfoss og svo til baka um
Reykjavík og eins og leið liggur heim í dalinn okkar. Þriðja ferðin,
sem ég vil nefna, var farin um Vesturland, aðallega Dala- og Barða-
strandarsýslu, en auk þess var farið yfir sjö aðrar sýslur, um sumar
langan veg, en aðrar stuttan spotta. Hver þessara tveggja síðari ferða
tók aðeins tvo daga, svo að vel hefur orðið að halda á spöðunum til
að komast á leiðarenda á tilsettum tíma. En bílstjórarnir voru alltaf
traustir og góðir, svo að þetta tókst alltaf.
Þó að ég nefni fyrst og fremst þessar þrjár ferðir þá hafa verið
farnar margar aðrar á vegum félagsins, sem alveg eins mætti segja
frá, en það yrði of langt mál. Um sumar þessar ferðir hafa ýmsir
þátttakendur skrifað ágætar ferðasögur, sem geymdar eru í blaði
félagsins.
Á þessum ferðum ber margt fyrir augu. Sögufrægir staðir líða
fram hjá. Löngu liðnir atburðir úr sögunni skjóta upp kollinum.
Hver fer um Þingvöll án þess að sjá þá stórfenglegu fegurð nátt-
úrunnar, sem þar blasir við augum. Almannagjá með sín lóðréttu
hamraþil, og alls konar kynjamyndir, sem maður sér á vissum
stöðum. Lögberg, þar sem fornmenn réðu ráðum sínurn og dæmdu
í málum hvers annars. Lengra inni í gjánni steypist Öxarárfoss fram
af gjárbarminum. Drekkingarhylur, með sínar óhugnanlegu minn-
ingar eins og nafnið bendir til og áfram líður áin niður á hina víðu
velli fyrir neðan og út í Þingvallavatn.