Húnavaka - 01.05.1967, Page 110
108
HÚNAVAKA
er hreppurinn. Þetta er mjög bagalegt, þó að nú séu risin í grennd-
inni félagsheimili, sem ef til vill væri hægt að fá afnot af.
Þótt húsnæðið hafi verið þröngt þá hefur oft verið glatt á hjalla
á fundum félagsins og öðrunr skemmtifundum þess, sem haldnir
hafa verið fyrir innansveitarfólk, svo sem spilakvöldum, þorra-
blótum o. fl.
Árið 1950 var nágrannafélaginu Vorblæ boðið heim á skemmti-
kvöld. Þar var góður gleðskapur. Sungið, haldnar ræður, leikið og
kvæði flutt. Þetta boð endurguldu Vorblæingar í sömu mynt
nokkru síðar.
Tvö fyrstu erindin í kvæðinu, sem flutt var eru á þessa leið:
Hugur okkar allra beinist ykkar til í kvöld,
sem eruð komnir, gestir vina sinna.
Við vonum að ánægjan verði þúsundföld,
sem vináttan og gleðin samantvinna.
Þá Vorboðinn býður Vorblænum heim
verður naumast kalt í húsum inni.
Þó vitum við að yljar bezt frá eldinum þeim,
sem alltaf skapa gagnkvæm vinakynni.
Árið 1951 var haldið Þorrablót að Björnólfsstöðum og var þar
flutt eftirfarandi kvæði af höfundi, sem er undirritaður eins og
líka að kvæði því, sem ég tók tvö erindi úr hér á undan.
Nú skal halda heilagt blót,
hér að fornum sið.
Sleppum aðeins einu
að engu fórnum við.
Tökum aftur það upp,
eg alla til þess hvet,
það styrkir vel í stríði öllu,
að stífa hangiket.
Góða skemmtun gjöra skal,
gleðin er oss þörf,
hún léttir okkur lífið,