Húnavaka - 01.05.1967, Síða 112
1 10
HÚNAVAKA
urinn var haldinn eða þá hver hjá sér, það sem hann hafði
með sér að heiman.
11. Farið í leiki, dansað eða skemmt sér á annan hátt.
Formaður félagsins setur venjulega fundi með nokkrum orðum
eða stuttri ræðu eftir því sem honum finnst við eiga í það og það
skiptið.
í blaðbókinni hef ég fundið eina fundarsetningarræðu, og er hún
frá 4. marz 1951, er undirritaður tók við formennsku Vorboðans.
Hún er á þessa leið:
Góðir ungmennafélagar.
Það hefur fallið í minn hlut að setja þennan fund. Mig langar að
nota tækifærið og segja hér nokkur orð í tilefni af því að ég stend
hér í þessum sporum, og byrja ég á því að bjóða ykkur öll velkom-
in, kæru félagssystkini. Ég vona að hann, sem öllu ræður, bæti í
kvöld einni ánægjustund við þær, sem komnar eru í lífi okkar allra
og er Joá tilganginum með fundinum náð.
Svo vildi ég þakka ykkur öllum þá virðingu og tiltrú, sem þið
hafið sýnt mér með því að velja mig sem formann þessa félags. Ég
veit að ég er ekki færari um það en mörg ykkar hinna, en ég hef
samt hálfgaman af því og vildi gjarnan reyna að sjá hvernig tekst.
Ef illa fer þá er ekki annað en að skipta um, það er ekki lengi gjört.
Eins og við öll vitum, þá er þetta félag orðið æði gamalt. Fyrst þegar
ég man eftir hér í dalnum, þá heyrði ég talað um Vorboðann í
Langadalnum. Þá átti ég heima á Gunnsteinsstöðum.
Vorboðinn hefur oft átt örðugt uppdráttar, en liann hefur líka
átt sín blómaskeið. Einu sinni var hann næstum dáinn, en líf leynd-
ist með honum og hann reis upp aftur og hefur hjarað þetta síðan,
stundum gengið vel, stundum illa, allt eftir því hvernig að honum
liefur verið búið í það og það skiptið. Til eru þeir, sem finnst að
lítils væri misst, þó að hann lognaðist alveg út af. Ég veit ekki hvers
vegna þeir hafa horn í síðu hans. Við, sem erum hér saman komin,
að minnsta kosti þeir, sem lengst eru búnir að vera í þessu félagi,
vitum að það á fyllsta rétt á sér og höfum viljað reyna að halda því
við þangað til J^ið, sem yngri eruð getið tekið við stjórninni. Ég
vona að félagið lifi og starfi, sem allra lengst, í ekki verri anda en
það hefur gjört og veit ég þá að margir munu minnast þeirra stunda,
sem þeir voru á félagsfundunum, sem sólskinsbletta í lífi sínu.
Ég ætla mér ekki að fara að segja sögu félagsins hér, ég ætla að-