Húnavaka - 01.05.1967, Page 122
120
HÚNAVAKA
Auk þess sem hér hefur verið getið hafa margir félagar í Vorboð-
anum verið valdir í lið U.S.A.H. gegn H.S.S., U.M.S.B., Í.A. og
U.S.V.H. á þessum árum.
Á árunum 1958—1904 hafa félagar Vorboðans sett samtals 40 ný
U.S.A.H.-met, þar af hefur Guðlaug Steingríinsdóttir sett .40 met,
auk .4 í 4x100 m. boðhl. og oft verið í fyrsta sæti á afrekaskrá Is-
lands, í nokkrum greinttm á þesstim árum.
Danmerkurjör.
Árið 1901 sendi U.M.F.Í. sveit íþróttafólks til Danmerkur til
keppni í frjálsum íþróttum. Frá U.S.A.H. voru valin ti! fararinnar:
Guðlaug Steingrímsdóttir (Vorb.), Margrét Hafsteinsdóttir (Vorb.),
Margrét Sveinbergsdóttir (Hviit), Ásta Karlsdóttir (Vorli.) og Valdi-
mar Steingrímsson (Vorb.). í förinni setti Guðlaug nýtt U.S.A.H.
met í 80 m. hlaupi og náði beztum árangri í 100 og 200 m. hl. Mót-
ið fór fram í Vejle 22,—20. júlí. Lofaði íþróttafólkið fararstjórn og
móttökur í Danmörku.
Knattspyrna.
Knattspyrnuáhugi var mikill í félaginu á þessum árum, en erfiít
að ná saman liði vegna þess hve félagið er lámennt. Fn gömlu menn-
irnir hlupu undir bagga og var lið félagsins oftast skipað mönnum
frá 12—14 ára og þeir elztu voru komnir nálægt sextugu. .A jressu
tímabili hefur lið félagsins leikið 14 leiki í keppni, unnið 8, gert 1
jafntefli og tapað 4 leikjum. Skorað 48 mörk gegn 24.
U.S.A.H. hefur 4 sinnum staðið fyrir knattspyrnumóti. Vorboð-
inn er eina félagið, sem hefur verið með í öll skiptin. Vorboðinn
sigraði 1959, 1902 og 1904, en 1900 voru tvö félög jöfn eftir 2 leiki,
Vorboðinn og Umf. Hvöt. Fyrirliði liðs Vorboðans hefur verið Ari
H. Einarsson í öllum leikjum félagsins. Þá hafa nokkrir leikmenn
Vorboðans verið valdir í lið U.S.A.H.
Skák.
Skák hefur verið nokkuð iðkuð síðustu árin. Félagið hefur tekið
þátt í sveitakeppni U.S.A.H. í skák og sigraði í þeirri keppni árið
«
j