Húnavaka - 01.05.1967, Page 125
HÚNAVAKA
123
Þótt ungmennafélögin komi ekki frani neinum stærri fyrirtækj-
um, þá getur þó enginn sagt hve mikið gagn þau geta gert og gera.
Eg minntist á það á samkomu þeirri, sem ungmennafélagið hélt
í síðastliðnum mánuði, að hugsunin væri þróttmikil í eðli sínu, og
gæti haft víðtæk áhrif, en eitt af einkennum hennar er, að hún er
(isýnileg og eru það bæði kostir og ókostir.
Það er kostur, að hugsunin getur dulizt þegar þörf krefur, en það
er líka ókostur, ef ekki er hægt að gera liugsanirnar sýnilegar. Og
það vill stundum verða svo, að niönnum veitist erfitt að láta hugs-
anir sínar koma ljóst fram, jafnvel þótt þeir hafi fyllsta álniga á því
og mikið liggi við.
Við missum ef til vill af því að sjá fegurstu hugsjónir og falleg-
asta skáldskap, af því að hugsanirnar eru ósýnilegar.
Nei, lnigsanir skynjar enginn, — nema eftir merkjum eða hljóði,
— nema þær séu ritaðar eða talaðar. Málið er því hinn mesti afl-
gjafi hugsananna, og meira virði en margur gjörir sér í hugarlund,
— og það er ekki sama hvert málið er, — og það er ekki sama hvernig
það er Iram borið, hvernig áherzlur eru, eða hljómblær, eða hvernig
orðum er raðað.
Snilld skáldsins og mælskumannsins liggur oft mikið í því, hvern-
ig hann segir þetta eða hitt. Ef við liefðum sagt það sama og þeir,
JÓNATAN J. LÍNDAL, hreppstjóri,
Holtastöðum. í Húnavöku 1963, 3. árg.
birtist viðtal við hann og vísast til þess
varðandi allar frekari upplýsingar.