Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 126
124
HÚNAVAKA
með okkar venjulegu orðaröðun og áherzlum, hefði ef til vill eng-
um þótt neitt til þess koma.
Við Islendingar erum nú svo lánsamir að við Iiöfum fegurri tungu
en flestar aðrar þjóðir, enda er luin með elztu tungumálum.
Þessum orðum mínum til sönnunar vil ég tilfæra nokkrar máls-
greinar, eftir einhvern þann málfróðasta mann, sem Island á nú, en
það er Bjarni Jónsson frá Vogi. Hann segir svo:
„Sú tunga, sem vér höfum þegið að arfi, er allra tungna fegurst,
hún er jafn auðug og sveigjanleg og fornhollenzk tunga, og jafn
sviphrein og rökföst og latnesk tunga, og engin tunga er hljómfeg-
urri en hún, jtegar vel er talað. Frásagnarstíll forfeðra vorra er svo
góður, að hann getur verið fyriimynd á öllum öldum og skáldamál
þeirra auðugt, aflmikið, mjúkt og myndauðugt."
Þessi maður, sem þessi orð eru tilfærð eftir, er nákunnugur öll-
um helztu menningarmálum hér í álfu, svo sem: norsku, sænsku,
dönsku, ensku, frönsku og þýzku, og fleytir sér í fleiri málum. Svo
vel er hann að sér, t. d. í þýzku, að hann hefur ort töluvert á því
máli, og honum verið lalið að þýða „Faust" eftir Göthe af þýzku á
íslenzku. Þess utan er hann, eins og kunnugt er, talinn hez.t að sér
allra íslendinga í forntungunum, latínu og grísku. Okkur má því
jrykja varið í að jressi maður segir að tunga vor sé hljómfegurri en
allar aðrar tungur, er hann þekkir.
F.g hefi dvalið svo lengi við jretta, svo að ykkur megi skiljast, að
hér er um merkilegan ættargrip að ræða, sem tunga okkar er. Til
þess að við gerum okkur annt um að vernda og geyma vel einhvern
grip, þarf okkur að skiljast, að hann sé einhvers virði, að hann sé í
raun og veru dýrmætur.
Móðurmálið er mikilsvert fyrir hverja þjóð, Jjað er málið, sem
fyrst og fremst einkennir þjóðirnar, skilur þær hverja frá annarri og
gefur þeim tilverurétt. F.f einhver þjóð glatar sínu móðurmáli og
fer að tala mál ánnarrar þjóðar, þá er hún talin vera runnin saman
við þá þjóð, og hefur ekki lengur neinn sérstakan tilverurétt.
Við eigum verndun okkar móðurmáls það að þakka, að við nú
höfum fengið fullveldi. Við megum gæta okkar eftir því, sem við
komumst í nánara samband við umheiminn, að tapa ekki okkar
heimamenningu, þesstt jrjóðlega. Við megum vara okkur á þeim
uppskafningum, sem kynnast erlendum tungum og siðum, og líta
svo smáum augunr á tungu okkar og heimamenningu. Það er ein-