Húnavaka - 01.05.1967, Síða 128
126
HÚNAVAKA
hendi. Þetla starf er ekki þannig, að niikið beri á því, en þó er það
þjóðmenningarstarf. Það er sama starfið og þeir Fjiilnismenn tóku
upp, og sem \ ið getum þeim seint fullþakkað.
Minnumst þess, að krafan um viðliald þcss þjóðlega, — heima-
menningarinnar, — á að hvíla á sveitunum, kaupstaðirnir eru þess
alls ekki megnugir að viðhalda því. Ef okkur er það ljóst, hvílíkur
dýrgripur móðurmál okkar, íslenzkan, er, þá ætti okkur öllum, sem
eigum íslenzkar mæður, að vera það ljúft að reyna að tala málið sem
hreinast, með réttum hljóðum og áherzlum, og yfir höfuð reyna að
láta það koma í ljós sem skýrast, að tunga okkar sé fegursta mál
heims.
31. janúar 1925.
JÓHANNA ÁRNADÓTTIR, Geitaskarði:
V orboðinn
Það fer ævinlega hlýr straumur um sál mína, þegar ég heyri þetta
nafn — Vorboðinn. Eg þarf ekki annað en minnast þess hvað félagið
okkar heitir, svo mig grípi ekki löngun til að starla eitthvað gott
í bess nafni.
Finnst ykkur ekki, eins og mér, að nafnið á félaginu bendi okkur
hátt yfir kulda og myrkur, þangað sem er sól og sumar.
Ég efast ekki um, að við viljurn öll vera sannir vorboðar, en vilji
okkar er svo ótaminn og þreklítill, — við finnum svo vel hvað hann
er veikur, og missum svo trúna á hann, — trúna á það, að við getum
breytt eftir beztu sannfæringu, án þess að láta okkur skipta álit
annarra.
Yið þurfuni um fram allt að efla og styrkja okkar sjálfstæða vilja,
og kappkosta að varðveita sem lengst æskuna og vorið í okkar eigin
sál, — hlúa að fegurstu blómunum og uppræta illgresið.
Við finnum bezt hina sönnu gleði í því að vera öðrum til gagns
og góðs. Hvert sem við lítum, bíða okkar óunnin verk. Þegar ég
segi okkar, tala ég sérstaklega til unga fólksins.
Við megum ekki nema staðar, þar sem foreldrar okkar hættu. —